Telur Chelsea sigurstranglegt en Liverpool stefna á alla titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 16:31 Alisson segir Liverpool stefna á að vinna allt galleríið, Catherine Ivill/Getty Images Alisson, markvörður Liverpool, telur Chelsea eitt sigurstranglegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Hann segir Liverpool samt sem áður stefna á að vinna alla bikara sem í boði eru. Markvörðurinn var til tals á Sky Sport þar sem hann fór yfir stórleik helgarinnar en seinni partinn á laugardag tekur Liverpool á móti Chelsea á Anfield. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og má reikna með hörkuleik. #LFC goalkeeper Alisson Becker thinks Saturday's match with #CFC is an early showdown between two of the leading contenders for the Premier League title. — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2021 Alisson segir meiri ógn stafa af Chelsea í ár en á síðustu leiktíð þar sem Romelu Lukaku er genginn í raðir Chelsea á nýjan leik. Markvörðurinn segir hins vegar að Liverpool-liðið sé einnig sterkara þar sem Virgil van Dijk er snúinn aftur eftir erfið meiðsli. „Hann gefur okkur sjálfstraust með gæðum sínum og áhrifum innan vallar. Hann gefur okkur mjög mikið varnar- og sóknarlega. Í síðasta leik (gegn Burnley) átti hann frábæra sendingu á Harvey Elliott sem bjó til seinna mark leiksins.“ „Ég trúi því að Chelsea sé eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar í dag. Þeir sýndu hvað þeir geta með því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Alisson við Sky. „Við vitum hversu sterkir þeir eru en við erum ekki að einblína of mikið á mótherja okkar. Við verðum að einbeita okkur að okkar spilamennsku og gefa allt sem við eigum.“ Liverpool v Chelsea is going to be SOME game #LIVCHE pic.twitter.com/N8A5NG4wEU— NOW Sport (@NOWSport) August 26, 2021 „Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við viljum vinna Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, FA bikarin og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmið fyrir lið eins og okkur,“ sagði Alisson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Markvörðurinn var til tals á Sky Sport þar sem hann fór yfir stórleik helgarinnar en seinni partinn á laugardag tekur Liverpool á móti Chelsea á Anfield. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og má reikna með hörkuleik. #LFC goalkeeper Alisson Becker thinks Saturday's match with #CFC is an early showdown between two of the leading contenders for the Premier League title. — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2021 Alisson segir meiri ógn stafa af Chelsea í ár en á síðustu leiktíð þar sem Romelu Lukaku er genginn í raðir Chelsea á nýjan leik. Markvörðurinn segir hins vegar að Liverpool-liðið sé einnig sterkara þar sem Virgil van Dijk er snúinn aftur eftir erfið meiðsli. „Hann gefur okkur sjálfstraust með gæðum sínum og áhrifum innan vallar. Hann gefur okkur mjög mikið varnar- og sóknarlega. Í síðasta leik (gegn Burnley) átti hann frábæra sendingu á Harvey Elliott sem bjó til seinna mark leiksins.“ „Ég trúi því að Chelsea sé eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar í dag. Þeir sýndu hvað þeir geta með því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Alisson við Sky. „Við vitum hversu sterkir þeir eru en við erum ekki að einblína of mikið á mótherja okkar. Við verðum að einbeita okkur að okkar spilamennsku og gefa allt sem við eigum.“ Liverpool v Chelsea is going to be SOME game #LIVCHE pic.twitter.com/N8A5NG4wEU— NOW Sport (@NOWSport) August 26, 2021 „Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við viljum vinna Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, FA bikarin og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmið fyrir lið eins og okkur,“ sagði Alisson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira