Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira