Nú í september er á dagskrá landsleikjahlé, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið liðum leyfi til að banna leikmönnum að fara í landsleiki fari svo að þeir missi af leikjum með félagsliði vegna sóttkvíar.
Vegna sóttvarnarreglna í Bretlandi þyrftu þeir leikmenn sem ferðast til rauðra landa að sæta tíu daga sóttkví við komuna aftur til landsins, og það þýðir að þeir gætu misst af leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Premier League clubs have today reluctantly but unanimously decided not to release players for international matches played in red-list countries next month
— Premier League (@premierleague) August 24, 2021
Full statement: https://t.co/JBl6FuzUNC pic.twitter.com/EJiZaODub1
Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segjast styðja þessa ákvörðun félaganna, en þetta gæti haft áhrif á allt að 60 leikmenn úr 19 félögum sem ættu að ferðast til 26 landa á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar.
„Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa alltaf stutt við leikmenn sína sem vilja spila fyrir þjóð sína,“ sagði Richard Masters, einn af forsvarsmönnum deildarinnar.
„Hinsvegar hafa félögin komist að þeirri niðurstöðu, með trega, en réttilega, að það væri mjög óábyrgt að senda leikmenn í þessar aðstæður. Sóttkví myndi hafa áhrif á velferð og líkamlegt form leikmanna Við þekkjum þær áskoranir sem fylgja landsleikjahléum og erum opin fyrir lausnum í kringum þau.“