Solskjær um mark Southampton: „100% brot“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 15:48 Solskjær vildi aukaspyrnu í marki Southampton en kallaði þó líka eftir betri varnarleik frá Fred. EPA-EFE/Kacper Pempel / POOL Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, og Mason Greenwood markaskorari liðsins í 1-1 jafntefli við Southampton vildu báðir fá aukaspyrnu í aðdraganga marks Southampton í leiknum. Solskjær var til viðtals eftir leik þar sem hann sagði að brotið hefði verið á Bruno Fernandes í aðdragandanum. Fernandes var æfur eftir markið þar sem hann lét aðstoðardómara heyra það áður en hann las yfir Craig Pawson, dómara leiksins. Solskjær segir að þrátt fyrir brotið hafi Brasilíumaðurinn Fred einnig átt að gera betur er hann varðist Che Adams. Adams átti skot sem fór af Fred í markið og var skráð sem sjálfsmark á þann brasilíska. „Þetta var 100% brot en Fred hefði ekki átt að setja fótinn svona út, hann átti að verjast betur,“ sagði Solskjær í viðtali eftir leik. Mason Greenwood, markaskorari United í leiknum, vildi einnig fá aukaspyrnu. „Mér fannst vera farið í gegnum bakið á honum. Mér fannst þetta vera brot en ákvörðunin liggur hjá dómaranum og við getum ekki dvalið við það. Ég skil að menn dæmi minna til að láta leikinn fljóta sem er góð hugmynd, en ef það er brot þarf að dæma brot.“ sagði Greenwood. Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði á svipuðum nótum í gær þar sem hann var ósáttur við hversu mikið lið Burnley komst upp með gegn sínu liði til að viðhalda flæði leiksins. Manchester United er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð. Southampton er með eitt stig. Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Solskjær var til viðtals eftir leik þar sem hann sagði að brotið hefði verið á Bruno Fernandes í aðdragandanum. Fernandes var æfur eftir markið þar sem hann lét aðstoðardómara heyra það áður en hann las yfir Craig Pawson, dómara leiksins. Solskjær segir að þrátt fyrir brotið hafi Brasilíumaðurinn Fred einnig átt að gera betur er hann varðist Che Adams. Adams átti skot sem fór af Fred í markið og var skráð sem sjálfsmark á þann brasilíska. „Þetta var 100% brot en Fred hefði ekki átt að setja fótinn svona út, hann átti að verjast betur,“ sagði Solskjær í viðtali eftir leik. Mason Greenwood, markaskorari United í leiknum, vildi einnig fá aukaspyrnu. „Mér fannst vera farið í gegnum bakið á honum. Mér fannst þetta vera brot en ákvörðunin liggur hjá dómaranum og við getum ekki dvalið við það. Ég skil að menn dæmi minna til að láta leikinn fljóta sem er góð hugmynd, en ef það er brot þarf að dæma brot.“ sagði Greenwood. Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði á svipuðum nótum í gær þar sem hann var ósáttur við hversu mikið lið Burnley komst upp með gegn sínu liði til að viðhalda flæði leiksins. Manchester United er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en liðið vann 5-1 sigur á Leeds United í fyrstu umferð. Southampton er með eitt stig.
Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira