Fín veiði í Kvíslaveitum Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2021 09:56 Fín veiði var í síðustu viku í Kvíslaveitum Við höfum ekki fengið margar fréttir ofan af hálendinu í sumar og þess vegna er gaman að fá loksins í blálokin á veiðitímanum þar smá fréttir. Kvíslaveitur er nokkuð magnað veiðisvæði sem er víðfemmt og það þarf að þekkja það nokkuð vel til að ná árangri. Svæðið hefur verið ágætlega stundað í sumar af nokkrum veiðimönnum sem Veiðivísir þekkir til en hingað til hafa þessir ágætu veiðimenn haft frá litlu að segja. Veiðin hafi í sumar verið frekar róleg og með því minnsta sem menn muna eftir. Við fegnum engu að síður fréttir af því að tveir hópar sem voru við veiðar í síðustu viku hefðu gert fína veiði. Annar hópurinn var með 71 fisk og hinn hátt í 100 fiska. Mest af þessum afla er 1-2 punda fiskur en inn á milli voru nokkrir vænni. Besta veiðin var seint á kvöldin þegar það fór að rökkva en það er eins og þeir sem veiða urriða mikið á hálendinu oft besti tíminn. Mest fékkst á makríl, saura og spún en eitthvað kom líka á flugu og þá helst stórar straumflugur sem voru strippaðar hratt með sökkenda. Veiði fer að ljúka á svæðinu og ég held að það sé ekki vitlaust að skjótast í einn eða tvo daga einmitt á þessum árstíma þegar kvöldin eru besti tíminn. Stangveiði Ásahreppur Mest lesið 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Boðið til veiði í Hlíðarvatni Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði
Kvíslaveitur er nokkuð magnað veiðisvæði sem er víðfemmt og það þarf að þekkja það nokkuð vel til að ná árangri. Svæðið hefur verið ágætlega stundað í sumar af nokkrum veiðimönnum sem Veiðivísir þekkir til en hingað til hafa þessir ágætu veiðimenn haft frá litlu að segja. Veiðin hafi í sumar verið frekar róleg og með því minnsta sem menn muna eftir. Við fegnum engu að síður fréttir af því að tveir hópar sem voru við veiðar í síðustu viku hefðu gert fína veiði. Annar hópurinn var með 71 fisk og hinn hátt í 100 fiska. Mest af þessum afla er 1-2 punda fiskur en inn á milli voru nokkrir vænni. Besta veiðin var seint á kvöldin þegar það fór að rökkva en það er eins og þeir sem veiða urriða mikið á hálendinu oft besti tíminn. Mest fékkst á makríl, saura og spún en eitthvað kom líka á flugu og þá helst stórar straumflugur sem voru strippaðar hratt með sökkenda. Veiði fer að ljúka á svæðinu og ég held að það sé ekki vitlaust að skjótast í einn eða tvo daga einmitt á þessum árstíma þegar kvöldin eru besti tíminn.
Stangveiði Ásahreppur Mest lesið 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Boðið til veiði í Hlíðarvatni Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði