Spá því að stýrivextir tvöfaldist fyrir árslok 2022 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2021 10:33 Hagfræðingar Íslandsbanka spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku. Þeir telja þó líklegt að hækkunarferli stýrivaxta sé að hefjast. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir eftir næstu vaxtaákvörðun bankans í næstu viku. Því er þó spáð að stýrivextirnir verði komnir í 2,0 prósent fyrir árslok 2022. Stýrivextir eru nú 1,0 prósent eftir að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí. Seðlankinn birtir ákvörðun sína um hvort stýrivextir hækki, lækki eða haldist óbreyttir næstkomandi miðvikudag. Hagfræðingar Íslandsbanka telja að vaxandi óvissa um efnahagshorfur til skemmri tíma vegna delta-afbrigðis Covid-19 vegi og þeirrar bylgju sem því hefur fylgt vegi líklega þyngra en versnandi skammtíma verðbólguhorfur í mati peningastefnunefndar bankans. Í greiningu Íslandsbanka kemur einnig fram að þó að hækkun stýrivaxta sé ólíkleg í næstu viku sé líklegt að Seðlabankinn muni stíga eitt 0,25 prósentustiga hækkunarskref fyrir áramót. Verði faraldurinn þrálátur muni það seinka stýrivaxtahækkunum Þetta sé að því gefnu að úr óvissu dragi með haustinu og að delta-afbrigðið reynist ekki verulegur dragbítur á bata ferðaþjónustunnar og hagkerfisins. „Hvort það verður í október eða nóvember ræðst væntanlega af því hversu hratt skyggnið batnar um nærhorfur í efnahagslífinu. Nóvemberhækkun er þó líklega nærtækari kostur því þá reiðir bankinn aftur fram þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem skýrari mynd verður þá vonandi komin á framgang faraldursins, “segir í greiningunni. Þá reiknar Íslandsbanki einnig með að vextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur í hverjum ársfjórðungi næstu tvö ár, þannig að fyrir árslok næsta árs verði stýrivextir 2,0 prósent. Þetta sé þó háð nokkurri óvissu og komi verulegt bakslag í efnahagsbata vegna þrálátari kórónuveirufaraldurs muni það seinka þessu ferli. Ítarlega greiningu Íslandsbanka má lesa hér. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Stýrivextir eru nú 1,0 prósent eftir að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í maí. Seðlankinn birtir ákvörðun sína um hvort stýrivextir hækki, lækki eða haldist óbreyttir næstkomandi miðvikudag. Hagfræðingar Íslandsbanka telja að vaxandi óvissa um efnahagshorfur til skemmri tíma vegna delta-afbrigðis Covid-19 vegi og þeirrar bylgju sem því hefur fylgt vegi líklega þyngra en versnandi skammtíma verðbólguhorfur í mati peningastefnunefndar bankans. Í greiningu Íslandsbanka kemur einnig fram að þó að hækkun stýrivaxta sé ólíkleg í næstu viku sé líklegt að Seðlabankinn muni stíga eitt 0,25 prósentustiga hækkunarskref fyrir áramót. Verði faraldurinn þrálátur muni það seinka stýrivaxtahækkunum Þetta sé að því gefnu að úr óvissu dragi með haustinu og að delta-afbrigðið reynist ekki verulegur dragbítur á bata ferðaþjónustunnar og hagkerfisins. „Hvort það verður í október eða nóvember ræðst væntanlega af því hversu hratt skyggnið batnar um nærhorfur í efnahagslífinu. Nóvemberhækkun er þó líklega nærtækari kostur því þá reiðir bankinn aftur fram þjóðhags- og verðbólguspá auk þess sem skýrari mynd verður þá vonandi komin á framgang faraldursins, “segir í greiningunni. Þá reiknar Íslandsbanki einnig með að vextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur í hverjum ársfjórðungi næstu tvö ár, þannig að fyrir árslok næsta árs verði stýrivextir 2,0 prósent. Þetta sé þó háð nokkurri óvissu og komi verulegt bakslag í efnahagsbata vegna þrálátari kórónuveirufaraldurs muni það seinka þessu ferli. Ítarlega greiningu Íslandsbanka má lesa hér.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04 „Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. 14. apríl 2021 12:04
„Þú borgar hærri vexti strax ef þú festir vexti“ Orð seðlabankastjóra í hlaðvarpsþætti um hvaða leið fólk á að fara við að taka fasteignalán hefur vakið talsverða athygli. 2. júlí 2021 11:08
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur