Hin sautján ára gamla María var keypt til skoska stórveldisins frá Þór/KA í sumar en áður en deildarkeppnin í Skotlandi hefst er leikin bikarkeppni.
María var í byrjunarliði Celtic og lék fyrsta klukkutímann í 2-0 sigri á Hearts en staðan var orðin 2-0, Celtic í vil, þegar Maríu var skipt af velli.
'17 - Close from Olafsdottir Gros! Shen plays her in again, but the Icelandic winger places her shot just behind!
— Celtic FC Women (@CelticFCWomen) August 15, 2021
0-0 #SWPLCup | #CELHEA | #COYGIG
Celtic er á leið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunn og mætir spænska úrvalsdeildarliðinu Levante á þriðjudag.
Keppni í skosku deildinni hefst þann 5.september næstkomandi.