Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. ágúst 2021 07:02 Audi RS Q e-tron á flugi. Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi. Audi tók bílinn til kostanna á Spáni á dögunum við prófanir fyrir Dakar keppnina. Yfir átta daga í Zaragoza var bíllinn prófaður á malarvegum sem líkjast því sem finna má í Dakar. Bíllinn flaug bókstaflega um eins og sjá má á myndunum. Hann náði 180 km/klst hámarkshraða. Allir ökumenn og aðstoðarökumenn fengu að spreyta sig í bílnum. Ökumenn Audi liðsins í Dakar verða Stéphane Peterhansel með Edouard Boulanger sér til aðstoðar og leiðsagnar, Mattias Eström með Emil Bergkvist sem aðstoðarökumann og goðsögnin Carlos Sainz með Lucas Cruz sér til aðstoðar. Audi RS Q e-tron á ferð. Mótorarnir í bílnum eru Formúla E bíl Audi líðsins með 50kWh rafhlöðu. Það er tveggja lítra DTM mótor um borð eingöngu til þess að halda rafhlöðunum hlöðnum. „Ég er mjög ánægður með hvernig bíllinn hagar sér. Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir bílnum,“ sagði Carlos Sainz að loknum prófunum. Vistvænir bílar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent
Audi tók bílinn til kostanna á Spáni á dögunum við prófanir fyrir Dakar keppnina. Yfir átta daga í Zaragoza var bíllinn prófaður á malarvegum sem líkjast því sem finna má í Dakar. Bíllinn flaug bókstaflega um eins og sjá má á myndunum. Hann náði 180 km/klst hámarkshraða. Allir ökumenn og aðstoðarökumenn fengu að spreyta sig í bílnum. Ökumenn Audi liðsins í Dakar verða Stéphane Peterhansel með Edouard Boulanger sér til aðstoðar og leiðsagnar, Mattias Eström með Emil Bergkvist sem aðstoðarökumann og goðsögnin Carlos Sainz með Lucas Cruz sér til aðstoðar. Audi RS Q e-tron á ferð. Mótorarnir í bílnum eru Formúla E bíl Audi líðsins með 50kWh rafhlöðu. Það er tveggja lítra DTM mótor um borð eingöngu til þess að halda rafhlöðunum hlöðnum. „Ég er mjög ánægður með hvernig bíllinn hagar sér. Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir bílnum,“ sagði Carlos Sainz að loknum prófunum.
Vistvænir bílar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent