Musk: Hver Cybertruck myndi kosta milljón dollara í framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. ágúst 2021 07:00 Cybertruck á ferð og flugi. Tesla Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla sagði nýlega að ef fyrirtækið ætlaði sér að smíða Cybertruck í dag, myndi hver bíll kosta milljón dollara, um 126 milljónir króna. Aðallega vegna þess að fyrirtækið getur ekki smíðað nógu margar 4680 sellur í rafhlöður sem notaðar verða í bílinn. Framleiðslu á Cybertruck verður væntanlega frestað fram á næsta ár, þó ekkert hafi verið gefið út formlega um það. Mikill áhugi er á Cybertruck, yfir milljón eintök hafa verið forpöntuð, það er því einnig hvati fyrir Tesla að reyna hvað hægt er til að halda áætlun. Á sama tíma er Tesla að setja mikla áherslu á framleiðslu og afhendingu á Model Y. Model Y er meðal annars framleiddur í Austin, Texas. Þar sem á að framleiða Cybertruck. Sú verksmiðja er enn í smíðum. Þannig að ef smíði myndu hefjast núna þá væri verðið á hvert eintak milljón dollarar, samkvæmt Elon Musk. Að endingu, með öflugri fjöldaframleiðslu mun framleiðslukostnaður við hvert eintak lækka. Stærsta hindrunin er að framleiða níg af 4680 sellum. Sem munu á endanum vera notaðar í Cybertruck og Semi. Þær eru einnig notaðar í Model Y. Ætlunin er að 4680 sellurnar skili á endanum ódýrari og léttari rafhlöðum en Musk hefur sjálfur sagt að fyrirtækið sé í vandræðum með að framleiða þær. „Það er mikil framþróun sem við erum að setja í 4680 selluna. Það er því ekki beint um einfalda bestun að ræða á því sem fyrir er,“ sagði Musk. Vistvænir bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Framleiðslu á Cybertruck verður væntanlega frestað fram á næsta ár, þó ekkert hafi verið gefið út formlega um það. Mikill áhugi er á Cybertruck, yfir milljón eintök hafa verið forpöntuð, það er því einnig hvati fyrir Tesla að reyna hvað hægt er til að halda áætlun. Á sama tíma er Tesla að setja mikla áherslu á framleiðslu og afhendingu á Model Y. Model Y er meðal annars framleiddur í Austin, Texas. Þar sem á að framleiða Cybertruck. Sú verksmiðja er enn í smíðum. Þannig að ef smíði myndu hefjast núna þá væri verðið á hvert eintak milljón dollarar, samkvæmt Elon Musk. Að endingu, með öflugri fjöldaframleiðslu mun framleiðslukostnaður við hvert eintak lækka. Stærsta hindrunin er að framleiða níg af 4680 sellum. Sem munu á endanum vera notaðar í Cybertruck og Semi. Þær eru einnig notaðar í Model Y. Ætlunin er að 4680 sellurnar skili á endanum ódýrari og léttari rafhlöðum en Musk hefur sjálfur sagt að fyrirtækið sé í vandræðum með að framleiða þær. „Það er mikil framþróun sem við erum að setja í 4680 selluna. Það er því ekki beint um einfalda bestun að ræða á því sem fyrir er,“ sagði Musk.
Vistvænir bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent