Talibanar ná annarri höfuðborg Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2021 12:44 Nokkrar borgir í Afganistan eru undir miklum þrýstingi frá Talibönum. AP/Hamed Sarfarazi Vígamenn Talibana hafa náð tökum á annarri héraðshöfuðborg í Afganistan. Borgin Sheberghan, höfuðborg Jawzjan-héraðs, er önnur höfuðborgin sem fellur í skaut Talibana á tveimur dögum. Stjórnarher Afganistans og aðrar sveitir sem styðja ríkisstjórn landsins eiga í hörðum bardögum við Talibana víða um landið. Herinn er undir miklu álagi og hefur þurft að hörfa víða. Talibanar hafa lagt undir sig stóran hluta landsins samhliða því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið flytja hermenn sína á brott. Talibanar handsömuðu einnig fangelsi Jawzjan-héraðs og slepptu föngum þar. Sheberghan er höfuðvígi Abdul Rahsid Dostum, fyrrverandi varaforseti og stríðsherra, sem hefur barist gegn Talibönum. Í frétt BBC segir að fall borgarinnar sé mikið högg fyrir herinn og ríkisstjórnina. Herinn er sagður hafa hörfað til herstöðvar í jaðri borgarinnar og þar munu bardagar standa enn yfir. Afganski miðillinn TOLO News hefur eftir stjórnmálamönnum í héraðinu að þeir kenni ríkisstjórninni um fall Sheberghan. Viðhorf hennar gagnvart héraðinu hafi einkennst af afskiptaleysi. Í gær náðu Talibanar borginni Zaranj í Nimruz-héraði og þar sökuðu ráðamenn ríkisstjórnina einnig um afskiptaleysi. Héraðshöfuðborgirnar Herat, Kandahar og Lashkar Gah eru einnig undir miklum þrýstingi. Í þessari viku hafa Talibanar þar að auki myrt talsmann Ashraf Ghani, forseta landsins, og ráðist á heimili varnarmálaráðherra Afganistans í Kabúl. Sendiráð Bandaríkjanna í Afganistan sagði í morgun öllum Bandaríkjamönnum að yfirgefa landið eins fljótt og auðið væri. Yfirvöld Bretlands hafa sömuleiðis sagt borgurum sínum það sama. The U.S. Embassy urges U.S. citizens to leave Afghanistan immediately using available commercial flight options. Please see our #SecurityAlert below for more information. https://t.co/tU1qywKd5w— U.S. Embassy Kabul (@USEmbassyKabul) August 7, 2021 Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. 27. maí 2021 09:59 Talibanar með pálmann í höndunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. 17. apríl 2021 23:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stjórnarher Afganistans og aðrar sveitir sem styðja ríkisstjórn landsins eiga í hörðum bardögum við Talibana víða um landið. Herinn er undir miklu álagi og hefur þurft að hörfa víða. Talibanar hafa lagt undir sig stóran hluta landsins samhliða því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið flytja hermenn sína á brott. Talibanar handsömuðu einnig fangelsi Jawzjan-héraðs og slepptu föngum þar. Sheberghan er höfuðvígi Abdul Rahsid Dostum, fyrrverandi varaforseti og stríðsherra, sem hefur barist gegn Talibönum. Í frétt BBC segir að fall borgarinnar sé mikið högg fyrir herinn og ríkisstjórnina. Herinn er sagður hafa hörfað til herstöðvar í jaðri borgarinnar og þar munu bardagar standa enn yfir. Afganski miðillinn TOLO News hefur eftir stjórnmálamönnum í héraðinu að þeir kenni ríkisstjórninni um fall Sheberghan. Viðhorf hennar gagnvart héraðinu hafi einkennst af afskiptaleysi. Í gær náðu Talibanar borginni Zaranj í Nimruz-héraði og þar sökuðu ráðamenn ríkisstjórnina einnig um afskiptaleysi. Héraðshöfuðborgirnar Herat, Kandahar og Lashkar Gah eru einnig undir miklum þrýstingi. Í þessari viku hafa Talibanar þar að auki myrt talsmann Ashraf Ghani, forseta landsins, og ráðist á heimili varnarmálaráðherra Afganistans í Kabúl. Sendiráð Bandaríkjanna í Afganistan sagði í morgun öllum Bandaríkjamönnum að yfirgefa landið eins fljótt og auðið væri. Yfirvöld Bretlands hafa sömuleiðis sagt borgurum sínum það sama. The U.S. Embassy urges U.S. citizens to leave Afghanistan immediately using available commercial flight options. Please see our #SecurityAlert below for more information. https://t.co/tU1qywKd5w— U.S. Embassy Kabul (@USEmbassyKabul) August 7, 2021
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. 27. maí 2021 09:59 Talibanar með pálmann í höndunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. 17. apríl 2021 23:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01
Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02
Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. 27. maí 2021 09:59
Talibanar með pálmann í höndunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. 17. apríl 2021 23:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent