Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2021 08:44 Við veiðar í Eystri Rangá. Mynd / Lax-á Listinn yfir veiðina í laxveiðiánum er uppfærður öll miðvikudagskvöld og nú hefur staðan þar aðeins batnað.1.292 laxa Norðurá var fyrsta áinn yfir 1.000 laxa í sumar en núna hafa Eystri Rangá og Ytri Rangá bæst í þann hóp. Eystri situr efst á listanum með 1.292 laxa eða heildarveiði upp á 428 laxa á viku sem er virkilega góð veiði og það er ekkert lát á göngum í ánna svo það má reikna með mjög góðum ágúst í ánni. Ytri Rangá er með 344 laxa veidda á viku sem setur heildarveiðina í ánni í 1.059 laxa. Norðurá er síðan með 1.030 laxa eða vikuveiði upp á 119 laxa en það er búið að hægjast nokkuð á veiði í ánni en hún virðist samt eiga eitthvað inni til að koma henni í 1.300 - 1.400 laxa í sumar og það er bara alls ekki slæmt sumar í Norðurá. Urriðafoss virðist vera kominn á bremsuna því aðeins voru 3 laxar þar bókaðir fyrir síðustu veiðitölur en heildarveiðin þar er engu að síður komin í 780 laxa sem er eins og alltaf flott tala á ekki stærri svæði. Heildarlistann má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Norðurá var fyrsta áinn yfir 1.000 laxa í sumar en núna hafa Eystri Rangá og Ytri Rangá bæst í þann hóp. Eystri situr efst á listanum með 1.292 laxa eða heildarveiði upp á 428 laxa á viku sem er virkilega góð veiði og það er ekkert lát á göngum í ánna svo það má reikna með mjög góðum ágúst í ánni. Ytri Rangá er með 344 laxa veidda á viku sem setur heildarveiðina í ánni í 1.059 laxa. Norðurá er síðan með 1.030 laxa eða vikuveiði upp á 119 laxa en það er búið að hægjast nokkuð á veiði í ánni en hún virðist samt eiga eitthvað inni til að koma henni í 1.300 - 1.400 laxa í sumar og það er bara alls ekki slæmt sumar í Norðurá. Urriðafoss virðist vera kominn á bremsuna því aðeins voru 3 laxar þar bókaðir fyrir síðustu veiðitölur en heildarveiðin þar er engu að síður komin í 780 laxa sem er eins og alltaf flott tala á ekki stærri svæði. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði