Það voru margar umdeildar vítaspyrnur dæmdar á síðasta tímabili í ensku deildinni enda þurfti oft ekki mikið til að fá víti. Varsjáin breytti heldur ekki þessum veikum vítum ef að það hafði verið einhver snerting.
Mike Riley, yfirmaður dómaramála, hefur kannað hug leikmanna og knattspyrnustjóra og eftir þá rannsóknarvinnu hefur verið tekin sú ákvörðun að leyfa meira þegar kemur að vítaspyrnum.
Það er ekki nóg að það sé bara snerting því dómarar þurfa að ákveða hvaða þýðingu hún hefur og hvort að leikmenn séu bara að nota snertinguna sem afsökun fyrir því að láta sig detta í teignum.
„Það er ekki nóg að segja, já það var snerting,“ sagði Mike Riley.
New guidance has been given to referees ahead of the 2021/22 campaign.
— SPORTbible (@sportbible) August 3, 2021
We won't be seeing the kind of penalty that put England into the European Championship final... https://t.co/MJ6UVXV3By
„Snertingin er aðeins hluti af því sem dómarar eiga að skoða. Ef þú hefur klára snertingu og afleiðingu af henni þá getur dómari dæmt víti,“ sagði Riley
Á sama tíma þurfa leikmenn ekki að falla í jörðina til að fá víti samkvæmt viðtalinu við Riley.
Riley tók tvö dæmi um þetta. Annars vegar vítið sem Raheem Sterling sem fékk í undanúrslitaleik EM á móti Dönum sem var veikt víti og átti aldrei að dæma en á móti voru það mistök að dæma ekki víti þegar Phil Foden var felldur á móti Southampton.
Sjónvarpsáhorfendur fá heldur ekki lengur að sjá myndbandsdómara teikna rangstöðulínurnar á skjánum og línurnar verða líka þykkari. Það kom vel út á EM.
„Það sem við gefum fótboltanum með því eru tuttugu mörk sem voru dæmt af á síðasta tímabili með því að nota alltof mikla nákvæmni. Það voru táneglur og nef sem voru að gera menn rangstæða. Það var kannski rangstaða á síðustu leiktíð en verður það ekki á komandi tímabili,“ sagði Mike Riley.