Ein besta vikan í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2021 10:35 Mynd: Af vef Veiðivatna, ljósmyndari: Jóhann Ölvir Guðmundsson Síðasta vika var sú sjötta á veiðitímanum í Veiðivötnum en á þessum tíma vill veiðin oft dragast aðeins saman. það var þó ekki þannig í þetta skiptið en þessi vika sem leið var besta veiðivikan í veiðivötnum í allt sumar og ein besta sjötta vika í veiði í mörg ár. Samtals veiddust 1.393 fiskar í vötnunum og þar var Litlisjór með bestu veiðina upp á 852 fiska. Köld byrjun sumarsins hefur líklega dregið úr tökugleðinni eins og oft gerist en eftir að það hlýnaði eru vötnin klárlega komin í góðan gír og sýna sínar bestu hliðar. Fyrir þá sem eiga eftir að kíkja í vötnin í sumar þá eru laus leyfi í ágúst en án gistingar. Aðstaðan á tjaldstæðinu er góð og þess vegna upplagt að koma bara með fellihýsi eða tjald til að njóta góðra daga við vötnin. Þess má geta að skaflinn í Miðmorgunsöldunni er núna horfinn og veiðimenn þess vegna minntir á að taka með sér það sem þarf til að kæla aflann. Stærsti fiskurinn úr vötnunum það sem af er sumri er 16 punda urriði sem veiddist í Grænavatni. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
það var þó ekki þannig í þetta skiptið en þessi vika sem leið var besta veiðivikan í veiðivötnum í allt sumar og ein besta sjötta vika í veiði í mörg ár. Samtals veiddust 1.393 fiskar í vötnunum og þar var Litlisjór með bestu veiðina upp á 852 fiska. Köld byrjun sumarsins hefur líklega dregið úr tökugleðinni eins og oft gerist en eftir að það hlýnaði eru vötnin klárlega komin í góðan gír og sýna sínar bestu hliðar. Fyrir þá sem eiga eftir að kíkja í vötnin í sumar þá eru laus leyfi í ágúst en án gistingar. Aðstaðan á tjaldstæðinu er góð og þess vegna upplagt að koma bara með fellihýsi eða tjald til að njóta góðra daga við vötnin. Þess má geta að skaflinn í Miðmorgunsöldunni er núna horfinn og veiðimenn þess vegna minntir á að taka með sér það sem þarf til að kæla aflann. Stærsti fiskurinn úr vötnunum það sem af er sumri er 16 punda urriði sem veiddist í Grænavatni.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði