Rangers, undir stjórn Steven Gerrard, eru ríkjandi meistarar og unnu mótið örugglega á síðustu leiktíð. Þeir hófu titilvörnina á öruggum 3-0 sigri á Livingston.
Celtic, sem einokaði skoska meistaratitilinn frá 2011-2020, er hins vegar að ganga í gegnum erfiðara tímabil þessa dagana.
Þeir grænklæddu mættu Hearts á útivelli og máttu sætta sig við 2-1 tap. Er þetta í fyrsta skipti í 24 ár sem Celtic tapar í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar.
"We can't afford time, we've got to start getting results and turning our good play into results"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 31, 2021
Reaction from manager Ange Postecoglou after Celtic suffer an opening day defeat in the top-flight for the first time in 24 years.pic.twitter.com/iMVOeny3F0
Celtic féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum þegar liðið tapaði gegn Midtjylland og alveg ljóst að Grikkinn Ange Postecoglou, sem tók við liðinu í sumar, þarf að halda rétt á spöðunum á fimmtudag þegar liðið mætir Jablonec í Evrópudeildinni.