Hamilton gagnrýnir framkomu stjórnvalda gagnvart LGBTQ+ fólki Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2021 11:01 Lewis Hamilton er mikill réttindabaráttumaður. EPA-EFE/Giuseppe Cacace / Pool Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1-kappakstrinum, hefur tjáð sig um umdeilt lagafrumvarp ungverskra stjórnvalda er viðkemur LGBTQ+ fólki í aðdraganda ungverska kappakstursins sem fram fer um helgina. Þjóðaratkvæðagreiðsla er fram undan í Ungverjalandi vegna laga sem segja meðal annars til um ungmennum sé meinað um fræðslu um samkynhneigð. Lögin hafa þegar verið samþykkt af ungverska þinginu en Evrópusambandið er með málið til skoðunar. Haft hefur verið eftir Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að stefnan sé málefni Ungverjalands en ekki embættismanna í Brussel. Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og liðsmaður Mercedes, nýtti tækifærið í aðdraganda kappakstursins sem fer fram í Ungverjalandi um helgina til að gagnrýna stjórnvöld í landinu. „Það er óásættanlegt, huglaust og villandi fyrir valdhafa að leggja slíkan lagabálk til,“ segir Hamilton. „Allir eiga skilið frelsi til að vera þeir sjálfir, sama hverja þeir elska eða hvernig þeir skilgreina sjálfa sig,“ „Ég hvet ungversku þjóðina til að kjósa með vernd réttinda fólks í LGBTQ+ samfélaginu í komandi kosningu. Þau þurfa á okkar hjálp að halda, nú meir en nokkru sinni fyrr.“ sagði Hamilton enn fremur. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, bílstjóri fyrir Aston Martin, tók í sama streng: „Mér finnst vandræðalegt að ríki í Evrópusambandinu skuli kjósa um lög af þessu tagi,“ Ungversk stjórnvöld hlutu mikla gagnrýni á meðan Evrópumótinu í fótbolta stóð í sumar, þar sem fjórir leikir fóru fram í Búdapest. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, setti ungverska landsliðið í þriggja leikja áhorfendabann eftir mótið vegna níðandi hegðunar stuðningsmanna í garð samkynhneigðra. Hamilton hefur unnið Formúlu 1-titilinn sex af síðustu sjö árum en hefur hlotið meiri samkeppni ár en síðustu misseri. Max Verstappen leiðir keppni ökuþóra en Hamilton minnkaði forskot hans í síðasta kappakstri í Bretlandi úr 33 stigum í átta. Hamilton vann keppnina eftir að hafa farið utan í Verstappen á fyrsta hring með þeim afleiðingum að Hollendingurinn gjöeyðilagði bíl sinn og lauk keppni. Red Bull, lið Verstappens, vildi harðari refsingu en þær 10 sekúndur sem Hamilton fékk í keppninni, en áfrýjun þeirra var hafnað. Spennan er því mikil í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Formúla Hinsegin Ungverjaland Mest lesið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla er fram undan í Ungverjalandi vegna laga sem segja meðal annars til um ungmennum sé meinað um fræðslu um samkynhneigð. Lögin hafa þegar verið samþykkt af ungverska þinginu en Evrópusambandið er með málið til skoðunar. Haft hefur verið eftir Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að stefnan sé málefni Ungverjalands en ekki embættismanna í Brussel. Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og liðsmaður Mercedes, nýtti tækifærið í aðdraganda kappakstursins sem fer fram í Ungverjalandi um helgina til að gagnrýna stjórnvöld í landinu. „Það er óásættanlegt, huglaust og villandi fyrir valdhafa að leggja slíkan lagabálk til,“ segir Hamilton. „Allir eiga skilið frelsi til að vera þeir sjálfir, sama hverja þeir elska eða hvernig þeir skilgreina sjálfa sig,“ „Ég hvet ungversku þjóðina til að kjósa með vernd réttinda fólks í LGBTQ+ samfélaginu í komandi kosningu. Þau þurfa á okkar hjálp að halda, nú meir en nokkru sinni fyrr.“ sagði Hamilton enn fremur. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, bílstjóri fyrir Aston Martin, tók í sama streng: „Mér finnst vandræðalegt að ríki í Evrópusambandinu skuli kjósa um lög af þessu tagi,“ Ungversk stjórnvöld hlutu mikla gagnrýni á meðan Evrópumótinu í fótbolta stóð í sumar, þar sem fjórir leikir fóru fram í Búdapest. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, setti ungverska landsliðið í þriggja leikja áhorfendabann eftir mótið vegna níðandi hegðunar stuðningsmanna í garð samkynhneigðra. Hamilton hefur unnið Formúlu 1-titilinn sex af síðustu sjö árum en hefur hlotið meiri samkeppni ár en síðustu misseri. Max Verstappen leiðir keppni ökuþóra en Hamilton minnkaði forskot hans í síðasta kappakstri í Bretlandi úr 33 stigum í átta. Hamilton vann keppnina eftir að hafa farið utan í Verstappen á fyrsta hring með þeim afleiðingum að Hollendingurinn gjöeyðilagði bíl sinn og lauk keppni. Red Bull, lið Verstappens, vildi harðari refsingu en þær 10 sekúndur sem Hamilton fékk í keppninni, en áfrýjun þeirra var hafnað. Spennan er því mikil í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.
Formúla Hinsegin Ungverjaland Mest lesið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira