Leiðtogar Afríkuríkja kalla á eftir stuðningi til uppbyggingar vegna COVID-19 Heimsljós 28. júlí 2021 10:00 Alassane Ouattara forseti Fílabeinsstrandarinnar var gestgjafi fundarins sem haldinn var í Abidjan, stærstu borg landsins. Fjölga störfum með því að byggja upp einkageirann með sérstakri áherslu á að auka framleiðni með tæknivæðingu, bættu aðgengi að fjármögnun og umbótum í viðskiptaumhverfi. Leiðtogar 23 Afríkuríkja og fulltrúar þeirra funduðu á dögunum á vettvangi Alþjóðabankans um aðgerðir til að heimsálfan geti náð sér á strik í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19. Fundurinn var vel sóttur og tók fulltrúi utanríkisráðuneytisins þátt í fundinum á fjarfundaformi. Alþjóðabankinn er ein helsta áherslustofnun Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, enda rímar góður árangur stofnunarinnar í baráttunni við fátækt vel við áherslur Íslands. Á vettvangi Alþjóðabankans tekur Ísland meðal annars virkan þátt í samningaviðræðum um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunar Alþjóðabankans (IDA), sem var helsta umræðuefni leiðtogafundarins. Framsýni einkenndi fundinn en þjóðarleiðtogar skuldbundu sig til að fjölga störfum með því að byggja upp einkageirann með sérstakri áherslu á að auka framleiðni með tæknivæðingu, bættu aðgengi að fjármögnun og umbótum í viðskiptaumhverfi. Mannauður hefur einnig verið í brennidepli, en kallað var eftir umbótum í menntakerfum til að svara kröfum framtíðar, auk þess að móta traust heilbrigðis- og velferðarkerfi. Rík áhersla var einnig lögð á að auka stöðugleika og fjölbreytni, að halda skuldasöfnun í skefjum og verja hagkerfin gegn áföllum af ýmsu tagi. Sérstaklega væri mikilvægt að nýta stuðning frá Alþjóðabankanum og efnaðri ríkjum til að stuðla að stöðugleika og friði í álfunni. Gífurleg eftirspurn er eftir hagkvæmum lánum og styrkjum, sem eru nauðsynleg til að ríkin geti fylgt sínum fyrirætlunum eftir, auk þess að áhrif vegna loftslagsbreytinga hafa víðfeðm neikvæð áhrif á ríki Afríku. Hápunktur fundarins var útgáfa Abidjan yfirlýsingarinnar en með henni lögðu þjóðarleiðtogar áherslu á efnahagsbata, atvinnusköpun og fjárfestingu í mannauði og aukið aðgengi að bóluefni. Slíkt væri grundvallarforsenda til að hjálpa almenningi að ná sér á strik eftir faraldurinn, koma sér úr sárafátækt og byggja upp viðnámsþrótt samfélaga. Miklar væntingar eru vegna 20. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar sem veitir styrki og lán með hagkvæmum kjörum til fátækustu ríkja heims. Ísland veitir nú um 490 milljónum til stofnunarinnar á ári hverju, sem er umfangsmesta, einstaka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Leiðtogarnir kölluðu eftir vilyrði framlagsríkja fyrir lok ársins um 100 milljarða bandaríkjadala endurfjármögnun. Forsendur framfara eru meðal annars græn enduruppbygging, nýting þeirra tækifæra sem tækniframfarir hafa í för með sér og hnattræn samstaða sem stuðlar að friði og stöðugleika. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent
Leiðtogar 23 Afríkuríkja og fulltrúar þeirra funduðu á dögunum á vettvangi Alþjóðabankans um aðgerðir til að heimsálfan geti náð sér á strik í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19. Fundurinn var vel sóttur og tók fulltrúi utanríkisráðuneytisins þátt í fundinum á fjarfundaformi. Alþjóðabankinn er ein helsta áherslustofnun Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, enda rímar góður árangur stofnunarinnar í baráttunni við fátækt vel við áherslur Íslands. Á vettvangi Alþjóðabankans tekur Ísland meðal annars virkan þátt í samningaviðræðum um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunar Alþjóðabankans (IDA), sem var helsta umræðuefni leiðtogafundarins. Framsýni einkenndi fundinn en þjóðarleiðtogar skuldbundu sig til að fjölga störfum með því að byggja upp einkageirann með sérstakri áherslu á að auka framleiðni með tæknivæðingu, bættu aðgengi að fjármögnun og umbótum í viðskiptaumhverfi. Mannauður hefur einnig verið í brennidepli, en kallað var eftir umbótum í menntakerfum til að svara kröfum framtíðar, auk þess að móta traust heilbrigðis- og velferðarkerfi. Rík áhersla var einnig lögð á að auka stöðugleika og fjölbreytni, að halda skuldasöfnun í skefjum og verja hagkerfin gegn áföllum af ýmsu tagi. Sérstaklega væri mikilvægt að nýta stuðning frá Alþjóðabankanum og efnaðri ríkjum til að stuðla að stöðugleika og friði í álfunni. Gífurleg eftirspurn er eftir hagkvæmum lánum og styrkjum, sem eru nauðsynleg til að ríkin geti fylgt sínum fyrirætlunum eftir, auk þess að áhrif vegna loftslagsbreytinga hafa víðfeðm neikvæð áhrif á ríki Afríku. Hápunktur fundarins var útgáfa Abidjan yfirlýsingarinnar en með henni lögðu þjóðarleiðtogar áherslu á efnahagsbata, atvinnusköpun og fjárfestingu í mannauði og aukið aðgengi að bóluefni. Slíkt væri grundvallarforsenda til að hjálpa almenningi að ná sér á strik eftir faraldurinn, koma sér úr sárafátækt og byggja upp viðnámsþrótt samfélaga. Miklar væntingar eru vegna 20. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar sem veitir styrki og lán með hagkvæmum kjörum til fátækustu ríkja heims. Ísland veitir nú um 490 milljónum til stofnunarinnar á ári hverju, sem er umfangsmesta, einstaka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Leiðtogarnir kölluðu eftir vilyrði framlagsríkja fyrir lok ársins um 100 milljarða bandaríkjadala endurfjármögnun. Forsendur framfara eru meðal annars græn enduruppbygging, nýting þeirra tækifæra sem tækniframfarir hafa í för með sér og hnattræn samstaða sem stuðlar að friði og stöðugleika. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent