Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2021 08:11 Björn Hlynur Pétursson með fallegan lax sem hann veiddi í Leirvogs á 22. júlí Mynd: Björn Hlynur FB Leirvogsá hefur farið frekar hljóðlega inn í þetta veiðisumar en Veiðivísir frétti nýlega að það væri töluvert af laxi að ganga í ánna. Þetta er nokkuð seint til að fá svona fréttir af þessari á sem hefur átt betri tíma en það vill svo heppilega til að áinn er svo til í bakgarðinum hjá undirrituðum svo það var ekki langt labb til að kanna málið. Það fór ekki á milli mála að það var töluvert af laxi í öllum holum neðan við brúnna við Þjóðveginn og það var greinilega ganga nýkomin í ánna. Við höfum frétt af nokkrum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar síðustu daga og sumir hafa verið að gera ágæta veiði en eins og og þá eiga einhverjir laxar það til að sleppa af færum veiðimanna. Einn ágætur veiðimaður sem við ræddum við setti í 11 laxa en missti 9 og það var allt á litlar flugur og hitch. Það mætti áætla að ef takturinn í Leirvogsá sá svipaður og í hinum ánum á vesturlandi þá er þessi ganga baraað mæta tveimur vikum á eftir áætlun. Það eru frábærar fréttir fyrir þá sem ætla að kíkja í Leirvogsá í ágúst því það er gott vatn í ánni og laxinn á fleygiferð upp á efri svæðin en á sama tíma virðast vera fínar göngur í hana svo hún gæti verið meira og minna öll virk. Stangveiði Mosfellsbær Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Þetta er nokkuð seint til að fá svona fréttir af þessari á sem hefur átt betri tíma en það vill svo heppilega til að áinn er svo til í bakgarðinum hjá undirrituðum svo það var ekki langt labb til að kanna málið. Það fór ekki á milli mála að það var töluvert af laxi í öllum holum neðan við brúnna við Þjóðveginn og það var greinilega ganga nýkomin í ánna. Við höfum frétt af nokkrum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar síðustu daga og sumir hafa verið að gera ágæta veiði en eins og og þá eiga einhverjir laxar það til að sleppa af færum veiðimanna. Einn ágætur veiðimaður sem við ræddum við setti í 11 laxa en missti 9 og það var allt á litlar flugur og hitch. Það mætti áætla að ef takturinn í Leirvogsá sá svipaður og í hinum ánum á vesturlandi þá er þessi ganga baraað mæta tveimur vikum á eftir áætlun. Það eru frábærar fréttir fyrir þá sem ætla að kíkja í Leirvogsá í ágúst því það er gott vatn í ánni og laxinn á fleygiferð upp á efri svæðin en á sama tíma virðast vera fínar göngur í hana svo hún gæti verið meira og minna öll virk.
Stangveiði Mosfellsbær Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði