Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 13:30 Betsy Hassett í baráttunni við Megan Rapinoe í leik dagsins. Francois Nel/Getty Images Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. Í E-riðli keppninnar áttust við Bretland og heimakonur frá Japan. Bretland gat þar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa lagt Kanada að velli í fyrsta leik. Bretar voru sterkari aðilinn í leiknum en gekk bölvanlega að hitta markið. Af tíu marktilraunum liðsins hitti aðeins ein rammann, en sú hafnaði líka í netinu. Reynslumikli framherjinn Ellen White skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og tryggðu Bretlandi 1-0 sigur. Bretland er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og komið áfram. Kanada er með fjögur stig eftir sigur sinn á Síle í morgun, Japan er með eitt stig og þarf sigur gegn stigalausu liði Síle í lokaleik sínum til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Enn ein markaveislan í F-riðli Stórleikur dagsins var í F-riðli þar sem Holland og Brasilía áttust við í hörkuleik. Bæði höfðu unnið stórsigra í fyrsta leik; Holland 10-3 gegn Sambíu og Brasilía 5-0 gegn Kína. Toppsæti riðilsins var undir í dag og þær hollensku byrjuðu betur er markamaskínan Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom þeim yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Debinha jafnaði hins vegar fyrir Brasilíu tæpum stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð í hléi. Miedema skoraði annað mark sitt er hún kom Hollandi í forystu öðru sinni á 59. mínútu en goðsögnin Marta jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu fimm mínútum síðar. Aðeins fjórum mínútum eftir það, á 68. mínútu, skoraði Ludmila da Silva þriðja mark Brasilíu til að koma þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Dominique Bloodworth jafnaði aftur á móti fyrir Holland rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og 3-3 jafntefli niðurstaðan leiksins. Brasilía og Holland eru þá bæði með fjögur stig í efstu sætum riðilsins en þær hollensku eru ofar vegna markatölu. Sambía og Kína eru þar fyrir neðan með eitt stig hvort eftir 4-4 jafntefli liðanna í morgun. Olympics Group F: Brazil 5-0 China Netherlands 10-3 Zambia China 4-4 Zambia Netherlands 3-3 Brazil32 goals in four games pic.twitter.com/7CYRX3zzo1— B/R Football (@brfootball) July 24, 2021 Hassett á skotskónum í stórtapi Heimsmeistarar Bandaríkjanna mættu þá liði Nýja-Sjálands en bandaríska liðið hafði óvænt tapað 3-0 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, sem var fyrsti tapleikur þeirra frá árinu 2018. Nýja-Sjáland var einnig án stiga eftir tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik. Þær bandarísku áttu í litum vandræðum í dag og unnu 6-1 sigur. Rose Lavelle og Lindsey Horan skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Sjálfsmark Abby Erceg breytti stöðunni í 3-0 á 63. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR, fyrir Nýja-Sjáland. Betsy Hassett skoraði eina mark Nýja-Sjálands gegn heimsmeisturunum.Getty/Adam Pretty Christen Press, sem yfirgaf nýlega Manchester United, skoraði fjórða mark Bandaríkjanna á 80. mínútu og Alex Morgan skoraði sitt 111. landsliðsmark er hún innsiglaði kom heimsmeisturunum 5-1 yfir sjö mínútum síðar og þá varð Catherine Bott fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark nýsjálenska liðsins í leiknum í uppbótartíma. Bandaríkin eru eftir sigurinn með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, með betri markatölu en Ástralía, sem er einnig með þrjú stig eftir sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik. Svíþjóð er komið áfram, með sex stig á toppnum, eftir 4-2 sigur á þeim áströlsku fyrr í dag. Nýja-Sjáland er án stiga. Bandaríkin og Ástralía leika því úrslitaleik í síðustu umferð riðilsins á þriðjudagsmorgun. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Í E-riðli keppninnar áttust við Bretland og heimakonur frá Japan. Bretland gat þar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa lagt Kanada að velli í fyrsta leik. Bretar voru sterkari aðilinn í leiknum en gekk bölvanlega að hitta markið. Af tíu marktilraunum liðsins hitti aðeins ein rammann, en sú hafnaði líka í netinu. Reynslumikli framherjinn Ellen White skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og tryggðu Bretlandi 1-0 sigur. Bretland er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og komið áfram. Kanada er með fjögur stig eftir sigur sinn á Síle í morgun, Japan er með eitt stig og þarf sigur gegn stigalausu liði Síle í lokaleik sínum til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Enn ein markaveislan í F-riðli Stórleikur dagsins var í F-riðli þar sem Holland og Brasilía áttust við í hörkuleik. Bæði höfðu unnið stórsigra í fyrsta leik; Holland 10-3 gegn Sambíu og Brasilía 5-0 gegn Kína. Toppsæti riðilsins var undir í dag og þær hollensku byrjuðu betur er markamaskínan Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom þeim yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Debinha jafnaði hins vegar fyrir Brasilíu tæpum stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð í hléi. Miedema skoraði annað mark sitt er hún kom Hollandi í forystu öðru sinni á 59. mínútu en goðsögnin Marta jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu fimm mínútum síðar. Aðeins fjórum mínútum eftir það, á 68. mínútu, skoraði Ludmila da Silva þriðja mark Brasilíu til að koma þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Dominique Bloodworth jafnaði aftur á móti fyrir Holland rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og 3-3 jafntefli niðurstaðan leiksins. Brasilía og Holland eru þá bæði með fjögur stig í efstu sætum riðilsins en þær hollensku eru ofar vegna markatölu. Sambía og Kína eru þar fyrir neðan með eitt stig hvort eftir 4-4 jafntefli liðanna í morgun. Olympics Group F: Brazil 5-0 China Netherlands 10-3 Zambia China 4-4 Zambia Netherlands 3-3 Brazil32 goals in four games pic.twitter.com/7CYRX3zzo1— B/R Football (@brfootball) July 24, 2021 Hassett á skotskónum í stórtapi Heimsmeistarar Bandaríkjanna mættu þá liði Nýja-Sjálands en bandaríska liðið hafði óvænt tapað 3-0 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, sem var fyrsti tapleikur þeirra frá árinu 2018. Nýja-Sjáland var einnig án stiga eftir tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik. Þær bandarísku áttu í litum vandræðum í dag og unnu 6-1 sigur. Rose Lavelle og Lindsey Horan skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Sjálfsmark Abby Erceg breytti stöðunni í 3-0 á 63. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR, fyrir Nýja-Sjáland. Betsy Hassett skoraði eina mark Nýja-Sjálands gegn heimsmeisturunum.Getty/Adam Pretty Christen Press, sem yfirgaf nýlega Manchester United, skoraði fjórða mark Bandaríkjanna á 80. mínútu og Alex Morgan skoraði sitt 111. landsliðsmark er hún innsiglaði kom heimsmeisturunum 5-1 yfir sjö mínútum síðar og þá varð Catherine Bott fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark nýsjálenska liðsins í leiknum í uppbótartíma. Bandaríkin eru eftir sigurinn með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, með betri markatölu en Ástralía, sem er einnig með þrjú stig eftir sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik. Svíþjóð er komið áfram, með sex stig á toppnum, eftir 4-2 sigur á þeim áströlsku fyrr í dag. Nýja-Sjáland er án stiga. Bandaríkin og Ástralía leika því úrslitaleik í síðustu umferð riðilsins á þriðjudagsmorgun.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira