Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 13:30 Betsy Hassett í baráttunni við Megan Rapinoe í leik dagsins. Francois Nel/Getty Images Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. Í E-riðli keppninnar áttust við Bretland og heimakonur frá Japan. Bretland gat þar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa lagt Kanada að velli í fyrsta leik. Bretar voru sterkari aðilinn í leiknum en gekk bölvanlega að hitta markið. Af tíu marktilraunum liðsins hitti aðeins ein rammann, en sú hafnaði líka í netinu. Reynslumikli framherjinn Ellen White skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og tryggðu Bretlandi 1-0 sigur. Bretland er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og komið áfram. Kanada er með fjögur stig eftir sigur sinn á Síle í morgun, Japan er með eitt stig og þarf sigur gegn stigalausu liði Síle í lokaleik sínum til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Enn ein markaveislan í F-riðli Stórleikur dagsins var í F-riðli þar sem Holland og Brasilía áttust við í hörkuleik. Bæði höfðu unnið stórsigra í fyrsta leik; Holland 10-3 gegn Sambíu og Brasilía 5-0 gegn Kína. Toppsæti riðilsins var undir í dag og þær hollensku byrjuðu betur er markamaskínan Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom þeim yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Debinha jafnaði hins vegar fyrir Brasilíu tæpum stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð í hléi. Miedema skoraði annað mark sitt er hún kom Hollandi í forystu öðru sinni á 59. mínútu en goðsögnin Marta jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu fimm mínútum síðar. Aðeins fjórum mínútum eftir það, á 68. mínútu, skoraði Ludmila da Silva þriðja mark Brasilíu til að koma þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Dominique Bloodworth jafnaði aftur á móti fyrir Holland rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og 3-3 jafntefli niðurstaðan leiksins. Brasilía og Holland eru þá bæði með fjögur stig í efstu sætum riðilsins en þær hollensku eru ofar vegna markatölu. Sambía og Kína eru þar fyrir neðan með eitt stig hvort eftir 4-4 jafntefli liðanna í morgun. Olympics Group F: Brazil 5-0 China Netherlands 10-3 Zambia China 4-4 Zambia Netherlands 3-3 Brazil32 goals in four games pic.twitter.com/7CYRX3zzo1— B/R Football (@brfootball) July 24, 2021 Hassett á skotskónum í stórtapi Heimsmeistarar Bandaríkjanna mættu þá liði Nýja-Sjálands en bandaríska liðið hafði óvænt tapað 3-0 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, sem var fyrsti tapleikur þeirra frá árinu 2018. Nýja-Sjáland var einnig án stiga eftir tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik. Þær bandarísku áttu í litum vandræðum í dag og unnu 6-1 sigur. Rose Lavelle og Lindsey Horan skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Sjálfsmark Abby Erceg breytti stöðunni í 3-0 á 63. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR, fyrir Nýja-Sjáland. Betsy Hassett skoraði eina mark Nýja-Sjálands gegn heimsmeisturunum.Getty/Adam Pretty Christen Press, sem yfirgaf nýlega Manchester United, skoraði fjórða mark Bandaríkjanna á 80. mínútu og Alex Morgan skoraði sitt 111. landsliðsmark er hún innsiglaði kom heimsmeisturunum 5-1 yfir sjö mínútum síðar og þá varð Catherine Bott fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark nýsjálenska liðsins í leiknum í uppbótartíma. Bandaríkin eru eftir sigurinn með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, með betri markatölu en Ástralía, sem er einnig með þrjú stig eftir sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik. Svíþjóð er komið áfram, með sex stig á toppnum, eftir 4-2 sigur á þeim áströlsku fyrr í dag. Nýja-Sjáland er án stiga. Bandaríkin og Ástralía leika því úrslitaleik í síðustu umferð riðilsins á þriðjudagsmorgun. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Í E-riðli keppninnar áttust við Bretland og heimakonur frá Japan. Bretland gat þar tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum með sigri eftir að hafa lagt Kanada að velli í fyrsta leik. Bretar voru sterkari aðilinn í leiknum en gekk bölvanlega að hitta markið. Af tíu marktilraunum liðsins hitti aðeins ein rammann, en sú hafnaði líka í netinu. Reynslumikli framherjinn Ellen White skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og tryggðu Bretlandi 1-0 sigur. Bretland er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og komið áfram. Kanada er með fjögur stig eftir sigur sinn á Síle í morgun, Japan er með eitt stig og þarf sigur gegn stigalausu liði Síle í lokaleik sínum til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitum mótsins. Enn ein markaveislan í F-riðli Stórleikur dagsins var í F-riðli þar sem Holland og Brasilía áttust við í hörkuleik. Bæði höfðu unnið stórsigra í fyrsta leik; Holland 10-3 gegn Sambíu og Brasilía 5-0 gegn Kína. Toppsæti riðilsins var undir í dag og þær hollensku byrjuðu betur er markamaskínan Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, kom þeim yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Debinha jafnaði hins vegar fyrir Brasilíu tæpum stundarfjórðungi síðar og 1-1 stóð í hléi. Miedema skoraði annað mark sitt er hún kom Hollandi í forystu öðru sinni á 59. mínútu en goðsögnin Marta jafnaði af vítapunktinum fyrir Brasilíu fimm mínútum síðar. Aðeins fjórum mínútum eftir það, á 68. mínútu, skoraði Ludmila da Silva þriðja mark Brasilíu til að koma þeim í forystu í fyrsta sinn í leiknum. Dominique Bloodworth jafnaði aftur á móti fyrir Holland rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og 3-3 jafntefli niðurstaðan leiksins. Brasilía og Holland eru þá bæði með fjögur stig í efstu sætum riðilsins en þær hollensku eru ofar vegna markatölu. Sambía og Kína eru þar fyrir neðan með eitt stig hvort eftir 4-4 jafntefli liðanna í morgun. Olympics Group F: Brazil 5-0 China Netherlands 10-3 Zambia China 4-4 Zambia Netherlands 3-3 Brazil32 goals in four games pic.twitter.com/7CYRX3zzo1— B/R Football (@brfootball) July 24, 2021 Hassett á skotskónum í stórtapi Heimsmeistarar Bandaríkjanna mættu þá liði Nýja-Sjálands en bandaríska liðið hafði óvænt tapað 3-0 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik, sem var fyrsti tapleikur þeirra frá árinu 2018. Nýja-Sjáland var einnig án stiga eftir tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik. Þær bandarísku áttu í litum vandræðum í dag og unnu 6-1 sigur. Rose Lavelle og Lindsey Horan skoruðu sitt markið hvor í fyrri hálfleik. Sjálfsmark Abby Erceg breytti stöðunni í 3-0 á 63. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR, fyrir Nýja-Sjáland. Betsy Hassett skoraði eina mark Nýja-Sjálands gegn heimsmeisturunum.Getty/Adam Pretty Christen Press, sem yfirgaf nýlega Manchester United, skoraði fjórða mark Bandaríkjanna á 80. mínútu og Alex Morgan skoraði sitt 111. landsliðsmark er hún innsiglaði kom heimsmeisturunum 5-1 yfir sjö mínútum síðar og þá varð Catherine Bott fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark nýsjálenska liðsins í leiknum í uppbótartíma. Bandaríkin eru eftir sigurinn með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, með betri markatölu en Ástralía, sem er einnig með þrjú stig eftir sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik. Svíþjóð er komið áfram, með sex stig á toppnum, eftir 4-2 sigur á þeim áströlsku fyrr í dag. Nýja-Sjáland er án stiga. Bandaríkin og Ástralía leika því úrslitaleik í síðustu umferð riðilsins á þriðjudagsmorgun.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira