Svíþjóð í 8-liða úrslit og önnur markasúpa hjá Sambíu Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 11:00 Þær sænsku tryggðu farseðilinn í 8-liða úrslit eftir sterkan endurkomusigur. Francois Nel/Getty Images Þremur leikjum er lokið í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíþjóð fylgdi sigri sínum á Bandaríkjunum eftir með því að vinna Ástralíu og átta mörk voru skoruð í leik Sambíu gegn Kína. Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira