Svíþjóð í 8-liða úrslit og önnur markasúpa hjá Sambíu Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 11:00 Þær sænsku tryggðu farseðilinn í 8-liða úrslit eftir sterkan endurkomusigur. Francois Nel/Getty Images Þremur leikjum er lokið í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíþjóð fylgdi sigri sínum á Bandaríkjunum eftir með því að vinna Ástralíu og átta mörk voru skoruð í leik Sambíu gegn Kína. Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira