Sky Sports greinir frá því að Arsenal muni borga fimmtíu milljónr punda fyrir varnarmanninn sem var hluti af enska landsliðinu í sumar.
Brighton hafði áður hafnað tilboðum upp á 40 og 47 milljónir punda en hafi tekið tilboði Lundúnarliðsins er það hljóðaði upp á 50 milljónir punda.
White er enn í sumarfríi en hann snýr aftur 26. júlí. Þá mun hann væntanlega gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal en þó á eftir að klára síðustu pappírsmálin í samningunum á milli félaganna.
Hinn 23 ára White er miðvörður sem hefur verið í herbúðum Brighton frá því hann var sautján ára gamall. Hann hefur leikið 36 leiki í ensku úrvalsdeildinni og tvo landsleiki.
BREAKING: Arsenal agree deal to sign Brighton defender Ben White.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 16, 2021