Markvörður Arsenal gerði kostuleg mistök í fyrsta leiknum með aðalliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 09:00 Arthur Okonkwo verður væntanlega þriðji markvörður Arsenal á næsta tímabili. getty/Stuart MacFarlane Markvörðurinn Arthur Okonkwo gerði sig sekan um slæm mistök í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Arsenal í gær. Skytturnar töpuðu þá fyrir Hibernian frá Skotlandi í æfingaleik. Hinn nítján ára Okonkwo skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal í síðustu viku og í gær byrjaði hann fyrsta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu. Frumraun Okonkwos með aðalliði Arsenal fór brösuglega af stað. Á 21. mínútu í leiknum í gær sendi Cédric Soares boltann til baka á Okonkwo. Sendingin var ekkert sérstök og boltinn skoppaði fyrir framan markvörðinn. Hann reyndi að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Martin Boyle þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið eins og sjá má hér fyrir neðan. Hibernian take the lead. Awful goal to concede. pic.twitter.com/IyINrwJ9p9— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) July 13, 2021 Okonkwo lék fyrri hálfleikinn í gær en Karl Hein stóð á milli stanganna í þeim seinni. Hann kom engum vörnum við þegar Hibernian komst í 2-0 á 69. mínútu með marki Daniels Mackay. Fjórum mínútum síðar fékk Arsenal vítaspyrnu en Nicolas Pépé brást bogalistin. Emile Smith Rowe minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu en nær komust Skytturnar ekki. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær. Hann hefur verið orðaður við Altay Spor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex lék fjóra leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili. Enski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Hinn nítján ára Okonkwo skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal í síðustu viku og í gær byrjaði hann fyrsta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu. Frumraun Okonkwos með aðalliði Arsenal fór brösuglega af stað. Á 21. mínútu í leiknum í gær sendi Cédric Soares boltann til baka á Okonkwo. Sendingin var ekkert sérstök og boltinn skoppaði fyrir framan markvörðinn. Hann reyndi að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Martin Boyle þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið eins og sjá má hér fyrir neðan. Hibernian take the lead. Awful goal to concede. pic.twitter.com/IyINrwJ9p9— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) July 13, 2021 Okonkwo lék fyrri hálfleikinn í gær en Karl Hein stóð á milli stanganna í þeim seinni. Hann kom engum vörnum við þegar Hibernian komst í 2-0 á 69. mínútu með marki Daniels Mackay. Fjórum mínútum síðar fékk Arsenal vítaspyrnu en Nicolas Pépé brást bogalistin. Emile Smith Rowe minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu en nær komust Skytturnar ekki. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær. Hann hefur verið orðaður við Altay Spor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex lék fjóra leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira