Forseti Real sagði Raúl og Casillas vera mestu brandara í sögu félagsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 14:30 Raúl og Iker Casillas fögnuðu ófáum titlum með Real Madrid. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Florentino Pérez, forseti Real Madrid, hefur tekið til varna eftir að gömul, niðurlægjandi ummæli hans um tvo af dáðustu sonum félagsins voru birt í spænska miðlinum El Confidencial. Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021 Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Ummælin beindust að markverðinum Iker Casillas og markaskoraranum Raúl González. Um er að ræða hljóðupptöku frá árinu 2006 sem blaðamaðurinn José Antonio Abellán tók upp. Perez hafði þá nýlokið fyrri stjórnartíð sinni sem forseti Real Madrid. „Þetta var leynilegt samtal,“ segir Pérez í yfirlýsingu og segir ummælin tekin úr samhengi. Hann furðar sig á því að þau séu birt núna en ummælin ríma illa við þá glæstu arfleifð sem Casillas og Raúl skildu eftir sig. „Casillas er ekki markvörður í Real Madrid gæðaflokki, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Peréz meðal annars, í samtalinu við Abellán árið 2006, og bætti við: „Hann [Casillas] hefur aldrei verið það. Hann hefur verið algjört fíaskó fyrir okkur en vandamálið er að allir elska hann, spjalla við hann og vernda hann,“ en Casillas lék á endanum 510 leiki fyrir Real Madrid. Telur ummælin birt vegna baráttunnar fyrir Ofurdeildinni Raul skoraði 228 mörk í 550 leikjum fyrir Real Madrid en fékk engu skárri útreið hjá Pérez á sínum tíma: „Iker er einn mesti brandarinn í sögu félagsins og hið sama er að segja um Raúl. Stærstu fíaskóin eru Raúl og svo Casillas. Leikmennirnir eru ótrúlega miklir egóistar og aldrei hægt að stóla á þá. Ég hef átt ótrúlega slæma upplifun af leikmönnunum mínum,“ sagði Pérez. Eftir þriggja ára hlé tók Pérez aftur við sem forseti Real árið 2009 og er enn í brúnni. Hann telur framgöngu sína í því að reyna að koma Ofurdeildinni á fót í vetur eiga sinn þátt í því að verið sé að birta ummælin um Raúl og Casillas núna. Hann kveðst nú hafa lagt málið í hendur lögfræðinga til að ákveða næstu skref, án þess að geta þess hver þau gætu orðið. Comunicado del presidente del Real Madrid.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 13, 2021
Spænski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira