Banna hraða tónlist til að draga úr útbreiðslu veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 07:38 Líkamsræktarstöðvar í Seúl mega ekki spila of hraða tónlist. Chung Sung-Jun/Getty Líkamsræktarstöðvum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni hefur verið bannað að spila hraða tónlist í húsakynnum sínum, til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafa þannig lagt blátt bann við því að spiluð verði lög sem eru hraðari en 120 slög á mínútu, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Auk þess verður hámarkshraði hlaupabretta sex kílómetrar á klukkustund. Þetta segja yfirvöld vera til þess fallið að koma í veg fyrir að fólk andi of hratt í ræktinni eða að svitadropar skvettist frá manni til manns, með mögulegri sýkingarhættu sem kynni að fylgja því. Eigendur stöðvanna efins Ný bylgja faraldursins ríður nú yfir Suður-Kóreu, sem hefur heilt yfir staðið nokkuð vel frá upphafi faraldursins á fyrri hluta síðasta árs. Yfir 51 milljón manna býr í landinu en rétt rúmlega 170 þúsund manns hafa greinst með veiruna þar í landi, og 2.046 látist af völdum Covid-19. Þó hafa aldrei jafn margir greinst með veiruna þar í landi og í gær, eða 1.150. Forsætisráðherrann þar í landi, Kim Boo-kyum, sagði á föstudag að kórónuveirukrísan hefði náð algjöru hámarki í landinu. Auk ofangreindra ráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka dyrum sínum ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk ekki verja meira en tveimur klukkustundum inni í íþrótta- og líkamsræktarmannvirkjum á degi hverjum, auk þess sem ekki er leyfilegt að fara í sturtu á slíkum stöðum. BBC hefur eftir einum eiganda líkamsræktarstöðvar í Seúl að hann sé efins um að tónlistarval hafi mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. Þá segir hann erfitt að ætla að stjórna því hvað fólk hlusti á með heyrnartólum sínum, sem eru staðalbúnaður í huga margra þegar haldið er í ræktina. Stjórnvöld í landinu sega ráðstafanirnar hins vegar koma í veg fyrir það að loka þurfi líkamsræktarstöðvum alfarið. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa þannig lagt blátt bann við því að spiluð verði lög sem eru hraðari en 120 slög á mínútu, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Auk þess verður hámarkshraði hlaupabretta sex kílómetrar á klukkustund. Þetta segja yfirvöld vera til þess fallið að koma í veg fyrir að fólk andi of hratt í ræktinni eða að svitadropar skvettist frá manni til manns, með mögulegri sýkingarhættu sem kynni að fylgja því. Eigendur stöðvanna efins Ný bylgja faraldursins ríður nú yfir Suður-Kóreu, sem hefur heilt yfir staðið nokkuð vel frá upphafi faraldursins á fyrri hluta síðasta árs. Yfir 51 milljón manna býr í landinu en rétt rúmlega 170 þúsund manns hafa greinst með veiruna þar í landi, og 2.046 látist af völdum Covid-19. Þó hafa aldrei jafn margir greinst með veiruna þar í landi og í gær, eða 1.150. Forsætisráðherrann þar í landi, Kim Boo-kyum, sagði á föstudag að kórónuveirukrísan hefði náð algjöru hámarki í landinu. Auk ofangreindra ráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka dyrum sínum ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk ekki verja meira en tveimur klukkustundum inni í íþrótta- og líkamsræktarmannvirkjum á degi hverjum, auk þess sem ekki er leyfilegt að fara í sturtu á slíkum stöðum. BBC hefur eftir einum eiganda líkamsræktarstöðvar í Seúl að hann sé efins um að tónlistarval hafi mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. Þá segir hann erfitt að ætla að stjórna því hvað fólk hlusti á með heyrnartólum sínum, sem eru staðalbúnaður í huga margra þegar haldið er í ræktina. Stjórnvöld í landinu sega ráðstafanirnar hins vegar koma í veg fyrir það að loka þurfi líkamsræktarstöðvum alfarið.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira