Mourinho skilur ekki af hverju Saka tók síðustu spyrnuna: „Hvar voru Sterling, Stones og Shaw? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:01 Ensku leikmennirnir hughreysta Bukayo Saka eftir vítaklúður hans í úrslitaleik EM í gær. getty/Carl Recine José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skilur ekki af hverju Bukayo Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM en ekki einhver reynslumeiri leikmaður. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti