Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 11:09 Fjórir hinna handteknu. AP/Jean Marc Hervé Abélard Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. Sautján árásarmenn hafa verið handsamaðir af lögreglu á Haítí og nokkrir voru felldir í átökum við lögregluþjóna. Þrír málaliðar hafa verið skotnir til bana. Enn er verið að leita að átta málaliðum og er sömuleiðis ekki vitað hver höfuðpaur árásarinnar er en lögreglan hefur heitið því að komast að því. Tveir hinna handteknu eru með bandaríska ríkisborgararétti en eru upprunalega frá Haítí. Fimmtán þeirra eru frá Kólumbíu og yfirvöld þar segja minnst sex úr hópnum, þar á meðal tveir sem eru dánir, vera fyrrverandi hermenn. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur skipað yfirmönnum hersins og lögreglunnar að hjálpa yfirvöldum Haítí við rannsóknina eins og völ er á. Hér má sjá mennina sem hafa verið handteknir og vopn og aðra muni sem lögreglan á Haítí hefur lagt hald á. Haítíska dagblaðið Le Novuelliste segir að meðal þess sem lögreglan hafi lagt hald á séu skotvopn, skotfæri, skotheld vesti og ýmislegt annað. Þá fundu lögregluþjónar vefþjón öryggiskerfis heimilis forsetans. Vonast er til þess að þar megi finna upplýsingar um árásina. Le Nouvelliste hefur eftir dómara að mennirnir með bandarísku ríkisborgararéttina hafi sagst verið ráðnir sem túlkar. Þeim hafi verið sagt að handtaka ætti forsetann og gátu ekki sagt hver höfuðpaurinn væri. Bara að þeir hefðu verið ráðnir í gegnum internetið. Eins og áður segir er ekki vitað hver sendi málaliðana til að myrða forsetans og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir heldur. Moise var ekki vinsæll á Haítí og hafði meðal annars verið sakaður um spillingu, alræðistilburði, að halda illa á efnahagsmálum og margt annað. Haítí Kólumbía Tengdar fréttir Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Sautján árásarmenn hafa verið handsamaðir af lögreglu á Haítí og nokkrir voru felldir í átökum við lögregluþjóna. Þrír málaliðar hafa verið skotnir til bana. Enn er verið að leita að átta málaliðum og er sömuleiðis ekki vitað hver höfuðpaur árásarinnar er en lögreglan hefur heitið því að komast að því. Tveir hinna handteknu eru með bandaríska ríkisborgararétti en eru upprunalega frá Haítí. Fimmtán þeirra eru frá Kólumbíu og yfirvöld þar segja minnst sex úr hópnum, þar á meðal tveir sem eru dánir, vera fyrrverandi hermenn. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, hefur skipað yfirmönnum hersins og lögreglunnar að hjálpa yfirvöldum Haítí við rannsóknina eins og völ er á. Hér má sjá mennina sem hafa verið handteknir og vopn og aðra muni sem lögreglan á Haítí hefur lagt hald á. Haítíska dagblaðið Le Novuelliste segir að meðal þess sem lögreglan hafi lagt hald á séu skotvopn, skotfæri, skotheld vesti og ýmislegt annað. Þá fundu lögregluþjónar vefþjón öryggiskerfis heimilis forsetans. Vonast er til þess að þar megi finna upplýsingar um árásina. Le Nouvelliste hefur eftir dómara að mennirnir með bandarísku ríkisborgararéttina hafi sagst verið ráðnir sem túlkar. Þeim hafi verið sagt að handtaka ætti forsetann og gátu ekki sagt hver höfuðpaurinn væri. Bara að þeir hefðu verið ráðnir í gegnum internetið. Eins og áður segir er ekki vitað hver sendi málaliðana til að myrða forsetans og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir heldur. Moise var ekki vinsæll á Haítí og hafði meðal annars verið sakaður um spillingu, alræðistilburði, að halda illa á efnahagsmálum og margt annað.
Haítí Kólumbía Tengdar fréttir Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49 Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16 Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Handtóku banamenn forsetans í sendiráði Taívan Lögregluyfirvöld á Haíti segjast hafa handtekið sautján málaliða sem tóku þátt í árásinni á forseta landsins á miðvikudag. Forsetinn, Jovenel Moise var skotinn til bana þegar hópur þungvopnaðra manna réðst á heimili hans. 9. júlí 2021 06:49
Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. 8. júlí 2021 22:16
Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06