Sækja um að gefa þriðja skammtinn ári eftir seinni skammtinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 07:48 Lyfjaframleiðandinn Pfizer hyggst sækja eftir leyfi fyrir því að gefa þriðja skammtinn af Covid-19 bóluefni sínu ári eftir að annar skammturinn hefur verið gefinn. Getty/Jakub Porzycki/NurPhoto Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur sótt eftir leyfi fyrir því að gefa þriðja skammtinn af Covid-19 bóluefni sínu. Pfizer segir að frumniðurstöður rannsókna bendi til að mótefni hjá fólki fimm- til tífaldist eftir þriðja skammtinn. Þriðji skammturinn yrði, samkvæmt áætlun Pfizer, gefinn tólf mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn fólki. Talið er að ónæmissvarið við veirunni aukist og að líkaminn verði betur í stakk búinn til að verjast fleiri afbrigðum hennar en ella. Pfizer hyggst sækja um leyfi fyrir þriðja skammtinum hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA, og hjá Lyfjastofnun Evrópu síðar í sumar. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Vísindamenn, þjóðarleiðtogar og allir þar á milli hafa verið áhyggjufullir um að bóluefnin, sem hafa verið þróuð, virki ekki eins vel gegn nýjum afbrigðum veirunnar eins og þeim eldri. Til að mynda veitir einn skammtur af bóluefninu ekki nægilega vörn gegn delta afbrigðinu en bóluefnin veita flest ágæta vörn við því þegar búið er að fullbólusetja. Nauðsynlegt er í flestum tilvikum að gefa bóluefnið í tveimur skömmtum til að fá sem best ónæmissvar, svo líkaminn geti barist gegn sem flestum afbrigðum kórónuveirunnar. Ónæmissvar í líkamanum minnkar gjarnan þegar tíminn líður og standa því nú yfir rannsóknir hjá Pfizer um hvort nauðsynlegt sé að bæta við þriðja skammtinum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Einn skammtur ekki nógu góð vörn gegn útbreiðslu delta afbrigðisins Ný rannsókn á delta afbrigði Nýju kórónuveirunnar sýnir fram á mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig að fullu og þá ógn sem stökkbreytingar skapa. Delta afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi og er sagt smitast auðveldar manna á milli, hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. 8. júlí 2021 15:55 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Segir rannsóknir benda til að endurbólusetja þurfi Janssen-þega Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, segir góðar líkur vera á því að þeir sem hafi fengið bóluefni Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Rannsóknir bendi til að „allar líkur“ séu á að þurfi að endurbólusetja þennan hóp. 30. júní 2021 13:49 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Þriðji skammturinn yrði, samkvæmt áætlun Pfizer, gefinn tólf mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn fólki. Talið er að ónæmissvarið við veirunni aukist og að líkaminn verði betur í stakk búinn til að verjast fleiri afbrigðum hennar en ella. Pfizer hyggst sækja um leyfi fyrir þriðja skammtinum hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA, og hjá Lyfjastofnun Evrópu síðar í sumar. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Vísindamenn, þjóðarleiðtogar og allir þar á milli hafa verið áhyggjufullir um að bóluefnin, sem hafa verið þróuð, virki ekki eins vel gegn nýjum afbrigðum veirunnar eins og þeim eldri. Til að mynda veitir einn skammtur af bóluefninu ekki nægilega vörn gegn delta afbrigðinu en bóluefnin veita flest ágæta vörn við því þegar búið er að fullbólusetja. Nauðsynlegt er í flestum tilvikum að gefa bóluefnið í tveimur skömmtum til að fá sem best ónæmissvar, svo líkaminn geti barist gegn sem flestum afbrigðum kórónuveirunnar. Ónæmissvar í líkamanum minnkar gjarnan þegar tíminn líður og standa því nú yfir rannsóknir hjá Pfizer um hvort nauðsynlegt sé að bæta við þriðja skammtinum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Einn skammtur ekki nógu góð vörn gegn útbreiðslu delta afbrigðisins Ný rannsókn á delta afbrigði Nýju kórónuveirunnar sýnir fram á mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig að fullu og þá ógn sem stökkbreytingar skapa. Delta afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi og er sagt smitast auðveldar manna á milli, hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. 8. júlí 2021 15:55 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Segir rannsóknir benda til að endurbólusetja þurfi Janssen-þega Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, segir góðar líkur vera á því að þeir sem hafi fengið bóluefni Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Rannsóknir bendi til að „allar líkur“ séu á að þurfi að endurbólusetja þennan hóp. 30. júní 2021 13:49 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Einn skammtur ekki nógu góð vörn gegn útbreiðslu delta afbrigðisins Ný rannsókn á delta afbrigði Nýju kórónuveirunnar sýnir fram á mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig að fullu og þá ógn sem stökkbreytingar skapa. Delta afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi og er sagt smitast auðveldar manna á milli, hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. 8. júlí 2021 15:55
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45
Segir rannsóknir benda til að endurbólusetja þurfi Janssen-þega Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, segir góðar líkur vera á því að þeir sem hafi fengið bóluefni Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Rannsóknir bendi til að „allar líkur“ séu á að þurfi að endurbólusetja þennan hóp. 30. júní 2021 13:49