Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 09:04 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AP/Laurent Gillieron Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins á blaðamannafundi í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að í þessum ríkjum væri verið að safna bóluefnum og slaka á sóttvörnum eins og faraldrinum væri lokið. Hann sagði að faraldurinn væri í uppsveiflu víðsvegar um heiminn og ójöfnuðurinn í bólusetningum væri óforskammaður. „Það að á þessu stigi í faraldrinum séu milljónir heilbrigðisstarfsmanna óbólusettir er viðbjóðslegt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Hann ítrekaði einnig að vegna þess hve dreifing bóluefna væri ójöfn, væru ný afbrigði af Covid-19 að vinna kapphlaupið við bóluefnið og það væri ógn gegn vörnum heimsins við faraldrinum. "Variants are currently winning the race against vaccines because of inequitable vaccine production & distribution, which also threatens the global economic recovery. It didn t have to be this way & it doesn t have to be this way going forward"-@DrTedros #COVID19 #VaccinEquity— World Health Organization (WHO) (@WHO) July 7, 2021 AP fréttaveitan segir dauðsföll á heimsvísu hafa verið tæplega 54 þúsund í síðustu viku, samkvæmt talningu WHO, og er það lægsta talan frá því í október. Hröð útbreiðsla delta afbrigðisins, sem greindist fyrst á Indlandi, hafi þó hringt viðvörunarbjöllum víða um heim. Það afbrigði á auðveldara með að smitast milli fólks og hefur greinst í minnst 96 ríkjum heimsins. Ghebreyesus sagði í gær að hann hefði kallað eftir því að öll ríki heimsins næðu að bólusetja tíu prósent íbúa í september og það hlutfall yrði komið í 40 prósent í lok árs. Þannig væri hægt að bólusetja 70 prósent heimsbúa fyrir mitt næsta ár. Þá kallaði hann eftir því að ríkustu þjóðir heims tækju höndum saman um þessi markmið. Að ná þeim væri fljótasta leiðin til að binda enda á faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins á blaðamannafundi í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að í þessum ríkjum væri verið að safna bóluefnum og slaka á sóttvörnum eins og faraldrinum væri lokið. Hann sagði að faraldurinn væri í uppsveiflu víðsvegar um heiminn og ójöfnuðurinn í bólusetningum væri óforskammaður. „Það að á þessu stigi í faraldrinum séu milljónir heilbrigðisstarfsmanna óbólusettir er viðbjóðslegt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Hann ítrekaði einnig að vegna þess hve dreifing bóluefna væri ójöfn, væru ný afbrigði af Covid-19 að vinna kapphlaupið við bóluefnið og það væri ógn gegn vörnum heimsins við faraldrinum. "Variants are currently winning the race against vaccines because of inequitable vaccine production & distribution, which also threatens the global economic recovery. It didn t have to be this way & it doesn t have to be this way going forward"-@DrTedros #COVID19 #VaccinEquity— World Health Organization (WHO) (@WHO) July 7, 2021 AP fréttaveitan segir dauðsföll á heimsvísu hafa verið tæplega 54 þúsund í síðustu viku, samkvæmt talningu WHO, og er það lægsta talan frá því í október. Hröð útbreiðsla delta afbrigðisins, sem greindist fyrst á Indlandi, hafi þó hringt viðvörunarbjöllum víða um heim. Það afbrigði á auðveldara með að smitast milli fólks og hefur greinst í minnst 96 ríkjum heimsins. Ghebreyesus sagði í gær að hann hefði kallað eftir því að öll ríki heimsins næðu að bólusetja tíu prósent íbúa í september og það hlutfall yrði komið í 40 prósent í lok árs. Þannig væri hægt að bólusetja 70 prósent heimsbúa fyrir mitt næsta ár. Þá kallaði hann eftir því að ríkustu þjóðir heims tækju höndum saman um þessi markmið. Að ná þeim væri fljótasta leiðin til að binda enda á faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira