Langtímsamningur UNICEF við Janssen fyrir hönd COVAX Heimsljós 5. júlí 2021 13:08 UNiCEF Samningur UNICEF tryggir allt að 200 milljónir skammta af bóluefni frá Janssen á árinu 2021. UNICEF hefur skrifað undir langtímasamning við lyfjaframleiðandann Janssen um aðgengi að COVID-19 bóluefni fyrir hönd COVAX samstarfsins. Samningurinn tryggir allt að 200 milljónir skammta af bóluefninu á árinu 2021, með möguleika á að afhenda 300 milljónir skammta árið 2022. Einungis þarf einn skammt af Janssen bóluefninu sem kemur sér einstaklega vel fyrir auðveldari dreifingu í efnaminni ríkjum. Samningurinn við Janssen er fjórði samstarfssamningurinn sem UNICEF gerir, en áður var búið að skrifa undir samninga við Pfizer, Serum Institute of India og AstraZeneca. Afhending á bóluefni Janssen mun hefjast á þriðja ársfjórðungi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins en COVAX er samstarf um 190 ríkja sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn COVID-19. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja um 2 milljarða skammta af bóluefni fyrir lok ársins 2021. Samstarfið hefur nú þegar skilað 93 milljónum skammta af bóluefni til 134 ríkja og svæða í heiminum Komum því til skila! Bóluefnum gegn COVID-19 er mjög misskipt meðal ríkja heimsins en sem dæmi má nefna að einungis er 1 prósent af íbúum Afríku fullbólusett. Ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir er hætta á að ný afbrigði veirunnar breiðist hratt út bæði innan þeirra og til annarra ríkja. UNICEF hefur því sent út alþjóðlegt ákall þar sem skorað er á efnameiri ríki heims að gefa umframskammta sína strax í sumar. Nú þegar hafa nokkur efnameiri ríki svarað ákallinu og með samningnum við Janssen munu afhendingar og dreifing á bóluefni við COVID-19 aukast til muna á næstunni. Fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi, "Komum því til skila" stendur enn yfir. Hægt er að senda SMS-ið COVID í númeriði 1900 (1900 krónur) og þar með tryggirðu dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir þrjá einstaklinga i efnaminni ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
UNICEF hefur skrifað undir langtímasamning við lyfjaframleiðandann Janssen um aðgengi að COVID-19 bóluefni fyrir hönd COVAX samstarfsins. Samningurinn tryggir allt að 200 milljónir skammta af bóluefninu á árinu 2021, með möguleika á að afhenda 300 milljónir skammta árið 2022. Einungis þarf einn skammt af Janssen bóluefninu sem kemur sér einstaklega vel fyrir auðveldari dreifingu í efnaminni ríkjum. Samningurinn við Janssen er fjórði samstarfssamningurinn sem UNICEF gerir, en áður var búið að skrifa undir samninga við Pfizer, Serum Institute of India og AstraZeneca. Afhending á bóluefni Janssen mun hefjast á þriðja ársfjórðungi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins en COVAX er samstarf um 190 ríkja sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn COVID-19. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja um 2 milljarða skammta af bóluefni fyrir lok ársins 2021. Samstarfið hefur nú þegar skilað 93 milljónum skammta af bóluefni til 134 ríkja og svæða í heiminum Komum því til skila! Bóluefnum gegn COVID-19 er mjög misskipt meðal ríkja heimsins en sem dæmi má nefna að einungis er 1 prósent af íbúum Afríku fullbólusett. Ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir er hætta á að ný afbrigði veirunnar breiðist hratt út bæði innan þeirra og til annarra ríkja. UNICEF hefur því sent út alþjóðlegt ákall þar sem skorað er á efnameiri ríki heims að gefa umframskammta sína strax í sumar. Nú þegar hafa nokkur efnameiri ríki svarað ákallinu og með samningnum við Janssen munu afhendingar og dreifing á bóluefni við COVID-19 aukast til muna á næstunni. Fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi, "Komum því til skila" stendur enn yfir. Hægt er að senda SMS-ið COVID í númeriði 1900 (1900 krónur) og þar með tryggirðu dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir þrjá einstaklinga i efnaminni ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent