Palace hefur leitað af þjálfara í sumar eftir að ljóst var að Roy Hodgson myndi hætta sem knattspyrnustjóri eftir síðustu leiktíð.
Lucian Favre, fyrrum stjóri Dortmund, var líklegur til að taka við en hætti við á síðustu stundu. Einnig neitaði Nuno Espirito Santo starfinu.
Palace vildi þjálfara með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni en lítið gekk að finna þann mann svo Vieira var næstur í röðinni.
Félagið hefur undirbúning fyrir næstu leiktíð á morgun og vildi stjórn félagsins vera búin að ráða stjóra er leikmenn mættu til æfinga.
Vieira stýrði síðast liði Nice í frönsku úrvalsdeildinni. Hann tók við liðinu sumarið 2018 og stýrði þeim þangað til í desember síðastliðnum er hann var látinn taka pokann sinn.
Vieira lék með Arsenal á árunum 1996 til 2005 við góðan orðstír. Einnig lék hann svo eina leiktíð með Man. City frá 2010 til 2011 og var síðar í starfsliði félagsins.
The boss' story so far 💪#CPFC | https://t.co/utMcYSDkhb pic.twitter.com/NRNfuzDd4G
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) July 4, 2021