Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2021 08:48 Mynd: Veida.is fb Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Soginu en það er von unnenda Sogsins að þessi magnaða á sæki í sig veðrið eftir neta uppkaup. Fyrstu tveir laxarnir sem við vitum af komu á land á efsta svæðinu kennt við Syðri Brú og voru það tveir vænir eins árs laxar, annars þeirra sést á meðfylgjandi mynd og er 86 sm hrygna. Eins höfum við fréttir af einum öðrum laxi á land við Ásgarð en það svæði hefur verið feyknagott í sumar í bleikjuveiði og vonandi verður laxveiðin þar ekki síðri í sumar. Sogið er án efa ein af magnaðri veiðiám landsins og það verður ákaflega fróðlegt og spennandi að sjá hvernig næstu ár verða í ljósi þess að líklega verður nær öllum löxum sleppt aftur í sumar, fleiri laxar komast í ánna þar sem netin verða fæst til að taka þá á leiðinni upp í ánna og hægt og rólega mun hrygning styrkjast. Þetta er ferli sem getur tekið nokkur ár að koma í jafnvægi en góðum hlutum skal fagna og unnendur Sogsins gera það sannarlega í dag. Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Laxá í Dölum: Sjávarfljótið lagað Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Holl með 81 lax úr Hítará I Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Hreggnasi framlengir samning um Laxá í Dölum Veiði
Fyrstu tveir laxarnir sem við vitum af komu á land á efsta svæðinu kennt við Syðri Brú og voru það tveir vænir eins árs laxar, annars þeirra sést á meðfylgjandi mynd og er 86 sm hrygna. Eins höfum við fréttir af einum öðrum laxi á land við Ásgarð en það svæði hefur verið feyknagott í sumar í bleikjuveiði og vonandi verður laxveiðin þar ekki síðri í sumar. Sogið er án efa ein af magnaðri veiðiám landsins og það verður ákaflega fróðlegt og spennandi að sjá hvernig næstu ár verða í ljósi þess að líklega verður nær öllum löxum sleppt aftur í sumar, fleiri laxar komast í ánna þar sem netin verða fæst til að taka þá á leiðinni upp í ánna og hægt og rólega mun hrygning styrkjast. Þetta er ferli sem getur tekið nokkur ár að koma í jafnvægi en góðum hlutum skal fagna og unnendur Sogsins gera það sannarlega í dag.
Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Laxá í Dölum: Sjávarfljótið lagað Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Holl með 81 lax úr Hítará I Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Hreggnasi framlengir samning um Laxá í Dölum Veiði