15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2021 14:53 Mynd: Árni Baldursson FB Stóra Laxá I-II opnaði fyrir veiði strax á eftir svæði IV og opnunin þar var líflegri en veiðimenn eiga að venjast. Það er yfirleitt þannig að svæði IV getur opnað vel og svæði I-II fer yfirleitt í gang nokkuð seinna en eftir fyrsta dag voru komnir 15 laxar á land eftir því sem við best vitum og verður það að teljast prýðileg opnun á ánni. Lax sást víða og veiddist á hefðbundnum stöðum eins og Bergsnös en þar veiddust þrír laxar sem og í Kálfhagahyl sem er loksins kominn inn aftur. Stuðlastrengir voru þó gjöfulastir en þar veiddust sjö laxar. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum í Stóru Laxá en eins og veiðimenn vita er búið að kaupa stórann hluta af netum úr Hvítá upp svo fleiri laxar eiga nú möguleika á að rata í ánna sína en ekki flækjast í netum. Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Það er yfirleitt þannig að svæði IV getur opnað vel og svæði I-II fer yfirleitt í gang nokkuð seinna en eftir fyrsta dag voru komnir 15 laxar á land eftir því sem við best vitum og verður það að teljast prýðileg opnun á ánni. Lax sást víða og veiddist á hefðbundnum stöðum eins og Bergsnös en þar veiddust þrír laxar sem og í Kálfhagahyl sem er loksins kominn inn aftur. Stuðlastrengir voru þó gjöfulastir en þar veiddust sjö laxar. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum í Stóru Laxá en eins og veiðimenn vita er búið að kaupa stórann hluta af netum úr Hvítá upp svo fleiri laxar eiga nú möguleika á að rata í ánna sína en ekki flækjast í netum.
Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði