Tottenham hefur leitað vel og lengi eftir arftaka Jose Mourinho sem var rekinn á vormánuðunum en nú er loks kominn stjóri í brúnna.
Nuno kemur til félagsins frá Wolves þar sem hann hafði verið við stjórnvölinn frá árinu 2018. Hann endaði tvisvar í sjöunda sæti og einu sinni í þrettánda sætinu.
Tottenham hefur reynt og reynt að næla sér í stjóra en Antonio Conte, Mauricio Pochettino, Paulo Fonseca, Gennaro Gattuso og Julen Lopetegui eru allir sagðir hafa sagt nei.
Santo var ekki á óskalista Tottenham, eftir að hann hætti með Wolves í vor, en nú stendur hann uppi með starfið eftir að hafa fundað með félaginu í síðustu viku.
BREAKING: #THFC have appointed Nuno Espirito Santo as their new head coach.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 30, 2021