Geta valið hvort þeir láta bólusetja sig... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júní 2021 11:52 Rússar standa í biðröð og bíða eftir að komast í bólusetningu í verslanamiðstöð í Moskvu. epa/Yuri Kochetkov Rússnesk stjórnvöld segja íbúum landsins frjálst að ákveða hvort þeir þiggja bólusetningu eður ei en margir eiga á hættu að missa vinnuna ef þeir segja nei. Rússar fóru snemma af stað með bólusetningar en þær hafa ekki gengið jafn vel og víða annars staðar. Það má meðal annars rekja til vantrausts landsmanna á bóluefninu Spútnik en um 62 prósent þjóðarinnar segjast ekki vilja láta bólusetja sig með efninu. Stjórnvöld gripu því til þess ráðs fyrir um viku síðan að tilkynna að að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna í þjónustu þyrftu að hafa þegið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu fyrir 15. júlí næstkomandi. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði bólusetningar enn valkvæðar en játti að það gæti haft það í för með sér að viðkomandi þyrftu að leita að nýjum störfum. Það fylgir ekki fregninni hvernig reglunum verður framfylgt. Frá og með gærdeginum verða Moskvubúar einnig að geta framvísað bólusetningarvottorði eða sönnun neikvæðs PCR prófs eða gamallar Covid-sýkingar áður en þeim er hleypt inn á kaffihús og veitingastaði. Kórónuveirusýkingum í landinu fer fjölgandi og borgarstjóri Moskvu, Sergey Sobyanin, sagði í gær að álagið hefði aukist á sjúkrahúsum borgarinnar. Þá hefðu met fallið í síðustu viku bæði hvað varðar fjölda innlagna, fjölda á gjörgæslu og fjölda dauðsfalla. Samkvæmt opinberum tölum eru 16,7 milljónir af 146 milljónum Rússa fullbólusettir. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Rússar fóru snemma af stað með bólusetningar en þær hafa ekki gengið jafn vel og víða annars staðar. Það má meðal annars rekja til vantrausts landsmanna á bóluefninu Spútnik en um 62 prósent þjóðarinnar segjast ekki vilja láta bólusetja sig með efninu. Stjórnvöld gripu því til þess ráðs fyrir um viku síðan að tilkynna að að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna í þjónustu þyrftu að hafa þegið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu fyrir 15. júlí næstkomandi. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði bólusetningar enn valkvæðar en játti að það gæti haft það í för með sér að viðkomandi þyrftu að leita að nýjum störfum. Það fylgir ekki fregninni hvernig reglunum verður framfylgt. Frá og með gærdeginum verða Moskvubúar einnig að geta framvísað bólusetningarvottorði eða sönnun neikvæðs PCR prófs eða gamallar Covid-sýkingar áður en þeim er hleypt inn á kaffihús og veitingastaði. Kórónuveirusýkingum í landinu fer fjölgandi og borgarstjóri Moskvu, Sergey Sobyanin, sagði í gær að álagið hefði aukist á sjúkrahúsum borgarinnar. Þá hefðu met fallið í síðustu viku bæði hvað varðar fjölda innlagna, fjölda á gjörgæslu og fjölda dauðsfalla. Samkvæmt opinberum tölum eru 16,7 milljónir af 146 milljónum Rússa fullbólusettir.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira