Núverandi samningur Mbappe við PSG rennur út næsta sumar og hafa aðilarnir enn ekki skrifað undir nýjan samning.
Það ýtir undir það að franski landsliðsmaðurinn gæti verið á leið burt en Real Madrid hefur verið nefnt til sögunnar.
Þó hefur Liverpool skotist inn í umræðuna við og við og nú vill Marca meina að Liverpool hafi haft samband við PSG.
Þeir hafi spurst fyrir um stöðuna á Mbappe og möguleikann á að kaupa frönsku stórstjörnuna til Englands.
Mbappe er nú með franska landsliðinu á EM þar sem þeir eru komnir í sextán liða úrslitin.
#Mbappe2021? 🤔
— BBC Sport (@BBCSport) June 27, 2021
Liverpool have reportedly made an enquiry for the PSG forward.
That's according to the papers.
The gossip ⤵ #bbcfootball