Alþjóðabankinn: 35% af fjármögnun bankans til loftslagsverkefna Heimsljós 24. júní 2021 10:18 35 prósent af fjármögnun Alþjóðabankans á að fara til loftslagsverkefna í þróunarríkjum. Samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun Alþjóðabankans hyggst bankinn auka við fjármögnun í loftslagsmálum og ná því markmiði að 35 prósent af fjármögnun bankans fari til loftslagsverkefna í þróunarríkjum. Alþjóðabankinn er stærsti fjármögnunaraðili loftslagstengdra verkefna í þróunarríkjum og á tímabili síðustu áætlunar 2016-2020 lagði bankinn rúma 80 milljarða Bandaríkjadala í loftslagstengd verkefni. Samkvæmt nýju áætluninni ætlar bankinn að auka enn við fjármögnun, jafnt í mótvægis- og aðlögunaraðgerðir, og ná markmiðinu um að 35 prósent af fjármögnun bankans fari til loftslagsverkefna. Ljóst er að bankinn verður leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar á komandi árum og mótar sterka tengingu við þróunarverkefni í samstarfslöndum sínum. Í nýju áætluninni felst einnig að bankinn aðlagar allt starf sitt að Parísarsamkomulaginu á næstu árum. Í nýju aðgerðaráætluninni sem gildir til ársins 2025 eru forgangssvið bankans landbúnaður, matvæli, vatn og land, borgir, samgöngur og framleiðsla – með áherslu á viðnámsþrótt, aðlögun og kolefnisjöfnun. „Nýja aðgerðaráætlun okkar greinir og forgangsraðar aðgerðum og við munum leita lausna sem ná mestum áhrifum,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans. Því er við að bæta að kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem Ísland hefur verið í forystu fyrir síðustu misserin, hefur lagt ríka áherslu á loftslagsmál, þar með talið að ný áætlunin sé metnaðarfull og framsækin. Þróunarsamvinna Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent
Alþjóðabankinn er stærsti fjármögnunaraðili loftslagstengdra verkefna í þróunarríkjum og á tímabili síðustu áætlunar 2016-2020 lagði bankinn rúma 80 milljarða Bandaríkjadala í loftslagstengd verkefni. Samkvæmt nýju áætluninni ætlar bankinn að auka enn við fjármögnun, jafnt í mótvægis- og aðlögunaraðgerðir, og ná markmiðinu um að 35 prósent af fjármögnun bankans fari til loftslagsverkefna. Ljóst er að bankinn verður leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar á komandi árum og mótar sterka tengingu við þróunarverkefni í samstarfslöndum sínum. Í nýju áætluninni felst einnig að bankinn aðlagar allt starf sitt að Parísarsamkomulaginu á næstu árum. Í nýju aðgerðaráætluninni sem gildir til ársins 2025 eru forgangssvið bankans landbúnaður, matvæli, vatn og land, borgir, samgöngur og framleiðsla – með áherslu á viðnámsþrótt, aðlögun og kolefnisjöfnun. „Nýja aðgerðaráætlun okkar greinir og forgangsraðar aðgerðum og við munum leita lausna sem ná mestum áhrifum,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans. Því er við að bæta að kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem Ísland hefur verið í forystu fyrir síðustu misserin, hefur lagt ríka áherslu á loftslagsmál, þar með talið að ný áætlunin sé metnaðarfull og framsækin.
Þróunarsamvinna Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent