Luiz Suarez: Ég get ekki spilað á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 10:31 Luis Suarez fagnar marki með Liverpool þar sem hann spilaði á árunum 2010 til 2014 og varð að heimsklassa framherja. Getty/Laurence Griffiths Atletico Madrid framherjinn Luis Suarez hefur afskrifað möguleikann á því að spila í ensku úrvalsdeildinni af einfaldri ástæðu. Suarez getur ekki hugsað sér að spila á móti sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni. Suarez lék með Liverpool í fjögur ár frá 2010 til 2014 og skoraði þá 82 mörk í 133 leikjum með enska liðinu. Luis Suarez is still thinking of Liverpool https://t.co/JCxPnIC5bW— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 24, 2021 Suarez fór á kostum tímabilið 2013-14 þegar Liverpool var svo nálægt því að vinna enska meistaratitilinn áður en liðið klúðraði málunum undir lokin. Suarez fagnar því að Liverpool hafi loksins unnið enska meistaratitilinn í fyrra en segist ekki vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég get ekki spilað á móti Liverpool. Það væri of erfitt að spila fyrir einhverja aðra en Liverpool í ensku deildinni,“ sagði Luis Suarez í viðtali við World Soccer Magazine. „Ég var í og er enn í góðu sambandi við stuðningsmenn Liverpool og það yrði mjög skrýtið að spila fyrir einhverja aðra. Það hefði verið sérstakt að vinna enska titilinn með Liverpool en ég ánægður með að bið þeirra sé á enda,“ sagði Suarez. „Þeir líta út fyrir að vera með lið sem mun keppa um titlana á mörgum tímabilum til viðbótar þrátt fyrir að það tímabil sem er nú nýlokið hafi ekki gengið sem best. Þeir eru aftur komnir þar sem þeir eiga heima,“ sagði Suarez. Luis Suarez implies that Liverpool is the only English club that he would play for https://t.co/1I5lic2P09— Anfield Watch (@AnfieldWatch) June 24, 2021 Luis Suarez hjálpaði Atletico Madrid að vinna spænsku deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði áður unnið spænsku deildina fjórum sinnum með Barcelona. Suarez hefur einnig unnið hollensku deildina og deildina í Úrúgvæ. Suarez segist vera ánægður hjá Atletico Madrid. „Ég nýt þessa að spila hér og við höfum komið okkur vel fyrir á Spáni. Það er engin ástæða fyrir mig að vera hugsa um að fara,“ sagði Suarez. „Þegar ég hugsa um það hversu vel ég hef komið mér fyrir hjá Atletico og það traust sem ég fæ frá þjálfaranum þá var það auðveld ákvörðun fyrir mig að vera hér áfram,“ sagði Luis Suarez. Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Suarez getur ekki hugsað sér að spila á móti sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni. Suarez lék með Liverpool í fjögur ár frá 2010 til 2014 og skoraði þá 82 mörk í 133 leikjum með enska liðinu. Luis Suarez is still thinking of Liverpool https://t.co/JCxPnIC5bW— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 24, 2021 Suarez fór á kostum tímabilið 2013-14 þegar Liverpool var svo nálægt því að vinna enska meistaratitilinn áður en liðið klúðraði málunum undir lokin. Suarez fagnar því að Liverpool hafi loksins unnið enska meistaratitilinn í fyrra en segist ekki vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég get ekki spilað á móti Liverpool. Það væri of erfitt að spila fyrir einhverja aðra en Liverpool í ensku deildinni,“ sagði Luis Suarez í viðtali við World Soccer Magazine. „Ég var í og er enn í góðu sambandi við stuðningsmenn Liverpool og það yrði mjög skrýtið að spila fyrir einhverja aðra. Það hefði verið sérstakt að vinna enska titilinn með Liverpool en ég ánægður með að bið þeirra sé á enda,“ sagði Suarez. „Þeir líta út fyrir að vera með lið sem mun keppa um titlana á mörgum tímabilum til viðbótar þrátt fyrir að það tímabil sem er nú nýlokið hafi ekki gengið sem best. Þeir eru aftur komnir þar sem þeir eiga heima,“ sagði Suarez. Luis Suarez implies that Liverpool is the only English club that he would play for https://t.co/1I5lic2P09— Anfield Watch (@AnfieldWatch) June 24, 2021 Luis Suarez hjálpaði Atletico Madrid að vinna spænsku deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði áður unnið spænsku deildina fjórum sinnum með Barcelona. Suarez hefur einnig unnið hollensku deildina og deildina í Úrúgvæ. Suarez segist vera ánægður hjá Atletico Madrid. „Ég nýt þessa að spila hér og við höfum komið okkur vel fyrir á Spáni. Það er engin ástæða fyrir mig að vera hugsa um að fara,“ sagði Suarez. „Þegar ég hugsa um það hversu vel ég hef komið mér fyrir hjá Atletico og það traust sem ég fæ frá þjálfaranum þá var það auðveld ákvörðun fyrir mig að vera hér áfram,“ sagði Luis Suarez.
Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira