Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 15:12 Sóttvarnastofnun Evrópu kallar eftir að flýtt verði fyrir bólusetningum vegna mögulegrar útbreiðslu Delta-afbrigðisins. EPA-EFE/Matteo Corner Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Afbrigðið er sagt mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og spáir stofnunin því að 90 prósent kórónuveirusmita verði af völdum Delta-afbrigðisins fyrir lok ágústmánaðar. Andrea Ammon, forstjóri sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) segir að fólk sem aðeins hafi fengið fyrri skammt bólusetningarinnar sé enn í hættu á að verða alvarlega veikt og jafnvel að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús smitist það af afbrigðinu. Haft er eftir henni í frétt Guardian að líklegt sé að afbrigðið muni breiðast út á meðal ungs fólks í sumar. Þetta setur högg í áætlanir Evrópusambandsins um að slaka á sóttvarnaaðgerðum í sumar og að ferðalög hefjist að nýju á milli ríkjanna. Ammon segir að enn stafi of mikil hætta af Delta-afbrigðinu og allt of margir viðkvæmir aldurshópar séu ekki bólusettir að fullu innan Evrópusambandsins. ECDC spáir því að verði ekki farið varlega í tilslakanir og spýtt í bólusetningar muni ástandið verða hræðilegt í álfunni þegar líður á haustið. Ný bylgja muni ríða yfir Evrópu og ástandið gæti orðið eins og það var síðasta haust. Samkvæmt nýjustu tölum frá stofnuninni hafa 33,9 prósent fullorðinna íbúa Evrópusambandsins verið full bólusettir og 57,1 prósent hafa að minnsta kosti fengið fyrri sprautuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39 Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31 Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu. 23. júní 2021 07:39
Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. 19. júní 2021 18:31
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila