Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2021 09:57 Pétur Hans Pétursson með flottann lax úr Urriðafossi. Urriðafoss hefur skilað yfir 200 löxum á land það sem af er sumri. Mynd: Stefán Sigurðsson Landssamband Veiðifélaga hefur uppfært heimasíðu sína en á henni er að finna veiðitölur úr laxveiðiánum. Þetta er sem sagt fyrsta færslan í sumar á veiðitölum úr ánum og það er ekkert sem kemur á óvart hvað fyrsta sætið á þessum lista áhrærir. Tölurnar eru settar inn á miðvikudagskvöldum og þegar tölur voru teknar saman var Urriðafoss aflahæstaveiðisvæðið með 194 laxa en veiðin þar er komin síðan yfir 200 og hækkar hratt með hverjum deginum. Norðurá er svo í öðru sæti með 39 laxa, Þverá og Kjarrá með 35laxa og Miðfjarðará með 13 laxa. Rólegheitin í Blöndu er það sem maður kannski klórar sér mest yfir en á miðvikudaginn voru aðeins átta laxar bókaðir í henni, Þetta er líklega ein rólegasta byrjun í Blöndu í áraraðir en vonandi fer laxinn að skila sér í hana á hækkandi straum. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Þetta er sem sagt fyrsta færslan í sumar á veiðitölum úr ánum og það er ekkert sem kemur á óvart hvað fyrsta sætið á þessum lista áhrærir. Tölurnar eru settar inn á miðvikudagskvöldum og þegar tölur voru teknar saman var Urriðafoss aflahæstaveiðisvæðið með 194 laxa en veiðin þar er komin síðan yfir 200 og hækkar hratt með hverjum deginum. Norðurá er svo í öðru sæti með 39 laxa, Þverá og Kjarrá með 35laxa og Miðfjarðará með 13 laxa. Rólegheitin í Blöndu er það sem maður kannski klórar sér mest yfir en á miðvikudaginn voru aðeins átta laxar bókaðir í henni, Þetta er líklega ein rólegasta byrjun í Blöndu í áraraðir en vonandi fer laxinn að skila sér í hana á hækkandi straum.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði