Stefnir í kuldalega opnun í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2021 12:52 Það er heldur kuldalegt við Veiðivötn þessa dagana Veiðivötn eru eitt vinsælasta veiðisvæði landsins en opnun þar fer fram næsta föstudag og eins og venjulega verður líklega fullselt og fjölmennt við bakkana. Veiðin fyrstu dagana er oft ansi góð en veður getur oftar en ekki eins og í veiði haft nokkur áhrif á það hvernig veiðist. Það verður að segjast eins og er miðað við hvernig útlitið er uppfrá að það gæti orðið köld opnun þetta árið eins og stundum gerist. Þetta er búinn að vera og verður samkvæmt veðurfræðingum áfram kaldur júnímánuður en þessum kulda hefur fylgt snjókoma og frosttölur á hálendinu. Það er því rétt að minna veiðimenn á að vera vel búnir þegar haldið er til veiða þessa opnunarhelgi en spáin gerir ekki ráð fyrir snjókomu, sem betur fer, en það verður engu að síður kalt við vötnin, kvöldin og morgnarnir gætu verið í 2-3 gráðum og dagarnir í besta falli í 5-6 gráðum. Vonandi verður þessi opnun veiðimönnum happadrjúg og við bíðum spennt eftir fyrstu fréttum úr Veiðivötnum. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Hítará fer í útboð Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði
Veiðin fyrstu dagana er oft ansi góð en veður getur oftar en ekki eins og í veiði haft nokkur áhrif á það hvernig veiðist. Það verður að segjast eins og er miðað við hvernig útlitið er uppfrá að það gæti orðið köld opnun þetta árið eins og stundum gerist. Þetta er búinn að vera og verður samkvæmt veðurfræðingum áfram kaldur júnímánuður en þessum kulda hefur fylgt snjókoma og frosttölur á hálendinu. Það er því rétt að minna veiðimenn á að vera vel búnir þegar haldið er til veiða þessa opnunarhelgi en spáin gerir ekki ráð fyrir snjókomu, sem betur fer, en það verður engu að síður kalt við vötnin, kvöldin og morgnarnir gætu verið í 2-3 gráðum og dagarnir í besta falli í 5-6 gráðum. Vonandi verður þessi opnun veiðimönnum happadrjúg og við bíðum spennt eftir fyrstu fréttum úr Veiðivötnum.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Hítará fer í útboð Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði