„Ég er gríðarlega svekktur, sérstaklega að enda þetta svona,“ sagði Hákon en sigurinn dugði ÍBV ekki til að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.
Eyjamenn fengu tækifæri til að komast áfram en glutruðu boltanum frá sér í lokasókn sinni.
„Ef við hefðum skorað hefðum við farið áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Þetta er skemmtilegt fyrirkomulag. Það er stutt í gleðina og stutt í sorgina,“ sagði Hákon. „Ég er svekktur með síðustu sóknina, vissulega.“
Hákon er á förum til Gummersbach í Þýskalandi þar sem hann mun leika undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Hann segist skilja vel við ÍBV.
„Ég skildi allt inni á vellinum og utan hans líka. Þetta er félagið mitt og ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa farið hingað og verið þrjú ár hérna áður en ég fer út. Þetta hefur vonandi brúað bilið fyrir atvinnumennskuna og það sem koma skal,“ sagði Hákon að lokum.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.