Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 09:04 Bleikjan hefur verið á undanhaldi í Soginu en það er von um að það gæti breyst. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Ásgarður við Sogið hefur verið að eiga góða daga í bleikju upp á síðkastið en það er ljóst að góður árangur Veitt og Sleppt er að skipta þarna miklu máli. Bleikjan við Ásgarð verður bara vænni með tímanum og 50-60 sm bleikjur á þessu svæði þykir engin stórfrétt. Síðustu tvo daga hefur veiðin verið góð en samkvæmt okkar heimildum var um 50 bleikjum landað á þessum tveimur dögum. Mest af bleikjunni heldur sig á svæðinu við Símastreng en á svæðinu fyrir neðan veiðihús á stöðum eins og Frúarstein og Gíbraltar má líka finna vænar bleikjur. Sogið var komið á mjög vondan stað, það er nokkuð ljóst enda fór bleikju fækkandi og laxveiðin hefur ekki verið sérstök undanfarin ár. Ofveiði á bleikju er líklega um að kenna en þeir sem þekkja Sogið vel hafa lengi haft orð á því að það sé greinileg hnignun í stofnstærð bleikjunnar í ánni. Nú hafa nýjir aðilar tekið við Bíldsfelli og líklegur tónn þar verður að öllum líkindum sá sami og er við Ásgarð að Veitt og Sleppt verði viðhaldið á meðan Sogið nær aftur vopnum sínum. Stangveiði Mest lesið Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Veiði Strippið og dauðarekið Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði
Bleikjan við Ásgarð verður bara vænni með tímanum og 50-60 sm bleikjur á þessu svæði þykir engin stórfrétt. Síðustu tvo daga hefur veiðin verið góð en samkvæmt okkar heimildum var um 50 bleikjum landað á þessum tveimur dögum. Mest af bleikjunni heldur sig á svæðinu við Símastreng en á svæðinu fyrir neðan veiðihús á stöðum eins og Frúarstein og Gíbraltar má líka finna vænar bleikjur. Sogið var komið á mjög vondan stað, það er nokkuð ljóst enda fór bleikju fækkandi og laxveiðin hefur ekki verið sérstök undanfarin ár. Ofveiði á bleikju er líklega um að kenna en þeir sem þekkja Sogið vel hafa lengi haft orð á því að það sé greinileg hnignun í stofnstærð bleikjunnar í ánni. Nú hafa nýjir aðilar tekið við Bíldsfelli og líklegur tónn þar verður að öllum líkindum sá sami og er við Ásgarð að Veitt og Sleppt verði viðhaldið á meðan Sogið nær aftur vopnum sínum.
Stangveiði Mest lesið Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Veiði Strippið og dauðarekið Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði