Urriðafoss á stutt í 100 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2021 11:44 Veiðin í Urriðafossi fer að detta í 100 laxa Mynd: Stefán Sigurðsson Urriðafoss í Þjórsá opnaði fyrst allra laxveiðisvæða og þar hefur veiðin verið prýðisgóð frá opnun og laxinn sem er að veiðast er vænn. Aðsókn í veiðina í Urriðafossi hefur alltaf verið að aukast og er svo komið að svæðið fer að verða uppselt í sumar. Það er heldur ekkert skrítið að það sé mikið sótt þar sem veiðin þar per stöng hefur verið hæst þar á landinu í það minnsta síðustu þrjú ár. Heildarveiðin núna er komin í 70-80 laxa og miðað við að það eru að veiðast 10-15 laxar á dag þá styttist hratt í að veiðin á svæðinu verði komin yfir 100 laxa en það gerist klárlega í þessari viku svo mikið ætti að vera víst. Efri svæðin ætti samhliða auknum göngum að fara að koma inn en þau hafa verið að njóta sífellt meiri vinsælda enda getur veiðin þar á góðum degi verið fín. Laxinn sem gengur upp Urriðafoss fer enda þar framhjá og þegar göngur eru góðar er verið að tala um hundruð laxa sem fara í gegnum veiðistaðina þar á dag. Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði
Aðsókn í veiðina í Urriðafossi hefur alltaf verið að aukast og er svo komið að svæðið fer að verða uppselt í sumar. Það er heldur ekkert skrítið að það sé mikið sótt þar sem veiðin þar per stöng hefur verið hæst þar á landinu í það minnsta síðustu þrjú ár. Heildarveiðin núna er komin í 70-80 laxa og miðað við að það eru að veiðast 10-15 laxar á dag þá styttist hratt í að veiðin á svæðinu verði komin yfir 100 laxa en það gerist klárlega í þessari viku svo mikið ætti að vera víst. Efri svæðin ætti samhliða auknum göngum að fara að koma inn en þau hafa verið að njóta sífellt meiri vinsælda enda getur veiðin þar á góðum degi verið fín. Laxinn sem gengur upp Urriðafoss fer enda þar framhjá og þegar göngur eru góðar er verið að tala um hundruð laxa sem fara í gegnum veiðistaðina þar á dag.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði