Fiat ætlar einungis að framleiða rafbíla árið 2030 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júní 2021 07:00 Fiat 500e rafmagnsbíllinn. Ítalski bílaframleiðandinn Fiat ætlar sér að vera einungis rafbílaframleiðandi árið 2030. Til stendur að láta alla sprengihreyfla hverfa frá 2025 og til 2030. Framleiðandinn hefur nýlega kynnt raf útgáfu af hinum geysivinsæla Fiat 500 sem hefur verið seldur samhliða sprengihreyfilsútgáfum af Fiat 500. Fiat vill auka aðgengi að rafbílum, lækka þröskuldinn fyrir nýja kaupendur rafbíla, þar á meðal með því að stuðla að uppbyggingu hleðsluinnviða. „Á milli 2025 og 2030 mun línan frá okkur hægt og rólega verða rafbílar eingöngu. Þetta er talsverð breyting fyrir Fiat,“ sagði yfirmaður Fiat Olivier François. „Ákvörðunin um að kynna nýja 500 bílinn sem rafbíl var tekin áður en Covid-19 kom til sögunnar. Meira að segja þá vorum við meðvitaðir um við gætum ekki lengur stundað málamiðlanir. Við höfum fengið áminningar um brýna þörf á að grípa til aðgerða til að aðstoða við jörðina,“ bætti François við. Fiat hefur staðfest að framleiðandinn ætli að endurhugsa úthverfin og aðgengi að rafbílavæðingunni. Verkefninu er ætlað að stuðla að breytingum til að mynda að auka aðgengi að hleðslustöðum fyrir blokkaríbúa og þakið á Lingotto verksmiðjunni verður breytt í sólarsellur til að auka loftgæði. Vistvænir bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Framleiðandinn hefur nýlega kynnt raf útgáfu af hinum geysivinsæla Fiat 500 sem hefur verið seldur samhliða sprengihreyfilsútgáfum af Fiat 500. Fiat vill auka aðgengi að rafbílum, lækka þröskuldinn fyrir nýja kaupendur rafbíla, þar á meðal með því að stuðla að uppbyggingu hleðsluinnviða. „Á milli 2025 og 2030 mun línan frá okkur hægt og rólega verða rafbílar eingöngu. Þetta er talsverð breyting fyrir Fiat,“ sagði yfirmaður Fiat Olivier François. „Ákvörðunin um að kynna nýja 500 bílinn sem rafbíl var tekin áður en Covid-19 kom til sögunnar. Meira að segja þá vorum við meðvitaðir um við gætum ekki lengur stundað málamiðlanir. Við höfum fengið áminningar um brýna þörf á að grípa til aðgerða til að aðstoða við jörðina,“ bætti François við. Fiat hefur staðfest að framleiðandinn ætli að endurhugsa úthverfin og aðgengi að rafbílavæðingunni. Verkefninu er ætlað að stuðla að breytingum til að mynda að auka aðgengi að hleðslustöðum fyrir blokkaríbúa og þakið á Lingotto verksmiðjunni verður breytt í sólarsellur til að auka loftgæði.
Vistvænir bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent