Sjáðu ótrúlega endurkomu Eyjamanna í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 11:30 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði markið sem tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir tókst ÍBV að koma til baka gegn FH og tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla. FH og ÍBV gerðu 33-33 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í gær. Fyrri leikurinn endaði með 31-31 og Eyjamenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir með þremur mörkum, 33-30, eftir að Ásbjörn Friðriksson skoraði sitt sjöunda mark. Hákon Daði Styrmisson svaraði fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum og fékk tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að reynast dýr. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sóknir liðanna fóru svo í súginn. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Eftir það fékk Ásbjörn opið færi en Jokanovic varði frá honum. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Í henni endaði boltinn hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum farseðilinn í undanúrslitin. Lokamínúturnar dramatísku má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Þetta er í þriðja sinn í röð sem ÍBV hefur betur gegn FH í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið FH-inga í úrslitunum, 3-1. Tímabilið á eftir sló ÍBV svo FH úr leik í átta liða úrslitunum, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Í undanúrslitunum mætir ÍBV sigurvegaranum úr einvígi Vals og KA. Valsmenn eru með fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn. Seinni leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05 Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira
FH og ÍBV gerðu 33-33 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í gær. Fyrri leikurinn endaði með 31-31 og Eyjamenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir með þremur mörkum, 33-30, eftir að Ásbjörn Friðriksson skoraði sitt sjöunda mark. Hákon Daði Styrmisson svaraði fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum og fékk tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að reynast dýr. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sóknir liðanna fóru svo í súginn. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Eftir það fékk Ásbjörn opið færi en Jokanovic varði frá honum. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Í henni endaði boltinn hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum farseðilinn í undanúrslitin. Lokamínúturnar dramatísku má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Þetta er í þriðja sinn í röð sem ÍBV hefur betur gegn FH í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið FH-inga í úrslitunum, 3-1. Tímabilið á eftir sló ÍBV svo FH úr leik í átta liða úrslitunum, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Í undanúrslitunum mætir ÍBV sigurvegaranum úr einvígi Vals og KA. Valsmenn eru með fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn. Seinni leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05 Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira
Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05
Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15