Tottenham er þjálfaralaust að Jose Mourinho var rekinn frá félaginu um miðjan apríl. Ryan Mason stýrði liðinu tímabundið út síðustu leiktíð en hann verður ekki áfram.
Antonio Conte hætti sem stjóri Inter eftir að hafa gert liðið að Ítalíumeisturum í síðasta mánuði og talið er að hann sé efstur á óskalista Daniel Levy.
Levy er sagður hafa gengið svo langt að hafa lofað Conte að Harry Kane verði áfram hjá félaginu en Kane er sagður ólmur vilja komast frá uppeldisfélaginu.
Hann er sagður hafa greint forráðamönnum Tottenham frá því í síðasta mánuði að hann hugðist yfirgefa félagið í sumar en nú reynir Levy að freista Conte með Kane.
Matt Law, blaðamaður Daily Telegraph, greinir frá þessu en Conte er sagður vilja koma til Englands á ný eftir að hafa gert Chelsea að Englandsmeisturum.
Hann er einnig sagður mikill stuðningsmaður Kane og er hann sagður draumaframherji Conte.
New longer story on Conte and Tottenham #thfc:
— Matt Law (@Matt_Law_DT) June 2, 2021
- Talks ongoing - Conte keen on return to England
- Levy prepared to tell Conte he will keep Kane
- Conte on his "dream striker" Kane
- Paratici likely to follow Conte if a deal can be agreedhttps://t.co/IhP4W8pG8Q