Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2021 19:21 Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. Löngu vaxtalækkunarferli Seðlabankans lauk 19. maí síðast liðinn þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína úr 0;75 prósentum í eitt prósent. Vegna þrálátrar verðbólgu hér innanlands og í útlöndum. Við það tækifæri sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þetta: „Við höfum skyldur gagnvart fólkinu ílandinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera." Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ sagði Ásgeir Jónsson hinn 19. maí síðast liðinn. Til að einfalda málið skulum við taka dæmi af meðalháu húsnæðisláni, annars vegar jafngreiðsluláni og hins vegar láni með jöfnum afborgunum. Svona gat dæmið litið út fyrir vaxtahækkanir bankanna í gær miðað við 3,45 prósenta vexti á þrjátíu milljón króna láni til fjörtíu ára með breytilegum vöxtum. Eftir aðeins 0,25 prósentustiga hækkun vaxta banka í gær lítur dæmið hins vegar svona út. Á janfgreiðsluláninu hækka vextir um 4.524 krónur á mánuði eða 3,9 prósent og 6.250 krónur á láni með jöfnum afborgunum eða um það bil 4,2 prósent. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fólk standi saman í að sækja rétt sinn fyrir dómstólum vegna óskýrra og óréttlátra lánaskilmála bankanna.Stöð 2/Sigurjón Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir þau nú leita að prófmálum gegn viðskiptabönkunum þremur. Lánakilmálar bankanna til vaxtahækkana séu óljósir og einhliða. „Bankarnir geta bara án þess að færa sönnur á réttmæti þess hækkað vexti nánast að vild,“ segir Breki. Á undanförnum tveimur árum lækkaði Seðlabankinn meginvexti sína um 3,75 prósentustig, úr 4.5 prósentum í 0,75 prósent. Ef verðbólga lækkar ekki og Seðlabankinn lætur verða af hótun sinni og dregur alla vaxtalækkunina til baka á næstu mánuðum og bankarnir fylgja honum eftir gæti dæmið okkar litið svona út: Greiðslubyrði jafngreiðslulánsinis hækkaði þá um 75.484 krónur á mánuði eða um 65 prósent og á láni með jöfnum afborgunum um 93.750 krónur eða um það bil 63 prósent. Lántakendur ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Annars vegar erum við að leita að þremur prófmálum til að fara í gagnvart þremur bönkum. Hins vegar erum við aðtryggja það að hver og einn lántaki verji rétt sinn og geri kröfu á hendur bönkunum um endurgreiðslu oftekinna gjalda,“ segir Breki Karlsson. Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Löngu vaxtalækkunarferli Seðlabankans lauk 19. maí síðast liðinn þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína úr 0;75 prósentum í eitt prósent. Vegna þrálátrar verðbólgu hér innanlands og í útlöndum. Við það tækifæri sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þetta: „Við höfum skyldur gagnvart fólkinu ílandinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera." Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ sagði Ásgeir Jónsson hinn 19. maí síðast liðinn. Til að einfalda málið skulum við taka dæmi af meðalháu húsnæðisláni, annars vegar jafngreiðsluláni og hins vegar láni með jöfnum afborgunum. Svona gat dæmið litið út fyrir vaxtahækkanir bankanna í gær miðað við 3,45 prósenta vexti á þrjátíu milljón króna láni til fjörtíu ára með breytilegum vöxtum. Eftir aðeins 0,25 prósentustiga hækkun vaxta banka í gær lítur dæmið hins vegar svona út. Á janfgreiðsluláninu hækka vextir um 4.524 krónur á mánuði eða 3,9 prósent og 6.250 krónur á láni með jöfnum afborgunum eða um það bil 4,2 prósent. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fólk standi saman í að sækja rétt sinn fyrir dómstólum vegna óskýrra og óréttlátra lánaskilmála bankanna.Stöð 2/Sigurjón Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir þau nú leita að prófmálum gegn viðskiptabönkunum þremur. Lánakilmálar bankanna til vaxtahækkana séu óljósir og einhliða. „Bankarnir geta bara án þess að færa sönnur á réttmæti þess hækkað vexti nánast að vild,“ segir Breki. Á undanförnum tveimur árum lækkaði Seðlabankinn meginvexti sína um 3,75 prósentustig, úr 4.5 prósentum í 0,75 prósent. Ef verðbólga lækkar ekki og Seðlabankinn lætur verða af hótun sinni og dregur alla vaxtalækkunina til baka á næstu mánuðum og bankarnir fylgja honum eftir gæti dæmið okkar litið svona út: Greiðslubyrði jafngreiðslulánsinis hækkaði þá um 75.484 krónur á mánuði eða um 65 prósent og á láni með jöfnum afborgunum um 93.750 krónur eða um það bil 63 prósent. Lántakendur ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Annars vegar erum við að leita að þremur prófmálum til að fara í gagnvart þremur bönkum. Hins vegar erum við aðtryggja það að hver og einn lántaki verji rétt sinn og geri kröfu á hendur bönkunum um endurgreiðslu oftekinna gjalda,“ segir Breki Karlsson.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45
Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20