NATO æfir sig fyrir mögulega innrás Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 14:07 Þessi mynd var tekin af dekki flugmóðurskipsins HMS Queen Elizabeth undan ströndum Portúgals. Áhöfn skipsins tekur þátt í Steadfast Defender 21. AP/Ana Brigida Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi. Æfingarnar kallast Steadfast Defender 21 og er þeim meðal annars ætlað að reyna á getu NATO til að flytja hermenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og birgðir að ímynduðum víglínum. Æfingin hófst fyrr í mánuðinum á æfingum undan ströndum Portúgals. Svo munu æfingar fara fram í Þýskalandi og í Rúmeníu. Rúmlega níu þúsund hermenn frá meira en tuttugu ríkjum koma að æfingunum. Við Portúgal koma tuttugu skip, kafbátur og um sextíu flugvélar að æfingunni. Þar á meðal er flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, sem er í sinni fyrstu almennu siglingu. Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu NATO has been the cornerstone of Britain s defence & guarantor of peace in Europe for 70 years. It s a privilege for the @RoyalNavy to be front & centre for the maritime phase of #SteadfastDefender21 #WeAreNATO pic.twitter.com/giIhIvauAV— Commander UK Carrier Strike Group (@smrmoorhouse) May 28, 2021 Jens Stoltenber, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar um borð í flugmóðurskipinu í dag að NATO væri ætlað að verja öll aðildarríki og þessi æfing ætti að senda skilaboð um getu bandalagsins. Hann og aðrir æðstu yfirmenn NATO segja æfingarnar ekki beinast gegn Rússlandi. Þær snúast samt að miklu leyti um Svartahaf þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að koma í veg fyrir frjálsar siglingar. Þá hefur fundum á milli forsvarsmanna herafla Rússlands og NATO farið fækkandi og ráðamenn í Evrópu segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vera að snúa sér meira í átt að einræði og fjarlægjast vesturveldin. Stoltenberg sagði NATO alltaf tilbúið til viðræðna við Rússa. Þeir hefðu hins vegar ekki tekið vel í fyrirspurnum NATO um fundi. Tveimur ítölskum orrustuþotum flogið yfir Apavatn á æfingu NATO hér á landi árið 2019.NATO/NIC Edouard Bocquet Ekki sammála um áherslur NATO NATO á þó í ákveðnum vandræðum. Ráðamenn vestanhafs hafa á undanförnum árum kvartað yfir því að Evrópuríki NATO verji ekki nægilega miklum peningum í varnarmál og hafa krafist þess að ríkin standi við skuldbindingar sínar varðandi stofnsamning NATO. Sá samningur felur í sér að ríki NATO eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og það hafa fá ríki bandalagsins gert á undanförnum árum. Sjá einnig: Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Stoltenberg lagði nýverið til að ríki bandalagsins vörðu meiri peningum í smáa sameiginlega sjóði NATO, í stað þess að verja þeim beint til eigin varnarmála. Sú tillaga hefur þó mætt mótspyrnu og þá sérstaklega í Frakklandi. Þar sem ráðamenn telja að tillaga Stoltenberg kæmi niður á getu einstakra ríkja, samkvæmt heimildarmönnum Reuters fréttaveitunnar í Frakklandi. Frakkar hafa á undanförnum árum leitt viðleitni Evrópusambandsins um að auka hernaðargetu þess. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur á undanförnum árum, talað fyrir því að Evrópa eigi að beita sér meira á heimsvísu. Að ríki heimsálfunnar ættu að taka höndum saman í varnarmálum. Árið 2019 sagði hann NATO heiladautt og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. NATO Hernaður Rússland Evrópusambandið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Æfingarnar kallast Steadfast Defender 21 og er þeim meðal annars ætlað að reyna á getu NATO til að flytja hermenn frá Bandaríkjunum til Evrópu og birgðir að ímynduðum víglínum. Æfingin hófst fyrr í mánuðinum á æfingum undan ströndum Portúgals. Svo munu æfingar fara fram í Þýskalandi og í Rúmeníu. Rúmlega níu þúsund hermenn frá meira en tuttugu ríkjum koma að æfingunum. Við Portúgal koma tuttugu skip, kafbátur og um sextíu flugvélar að æfingunni. Þar á meðal er flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth, sem er í sinni fyrstu almennu siglingu. Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu NATO has been the cornerstone of Britain s defence & guarantor of peace in Europe for 70 years. It s a privilege for the @RoyalNavy to be front & centre for the maritime phase of #SteadfastDefender21 #WeAreNATO pic.twitter.com/giIhIvauAV— Commander UK Carrier Strike Group (@smrmoorhouse) May 28, 2021 Jens Stoltenber, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar um borð í flugmóðurskipinu í dag að NATO væri ætlað að verja öll aðildarríki og þessi æfing ætti að senda skilaboð um getu bandalagsins. Hann og aðrir æðstu yfirmenn NATO segja æfingarnar ekki beinast gegn Rússlandi. Þær snúast samt að miklu leyti um Svartahaf þar sem Rússar hafa verið sakaðir um að koma í veg fyrir frjálsar siglingar. Þá hefur fundum á milli forsvarsmanna herafla Rússlands og NATO farið fækkandi og ráðamenn í Evrópu segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vera að snúa sér meira í átt að einræði og fjarlægjast vesturveldin. Stoltenberg sagði NATO alltaf tilbúið til viðræðna við Rússa. Þeir hefðu hins vegar ekki tekið vel í fyrirspurnum NATO um fundi. Tveimur ítölskum orrustuþotum flogið yfir Apavatn á æfingu NATO hér á landi árið 2019.NATO/NIC Edouard Bocquet Ekki sammála um áherslur NATO NATO á þó í ákveðnum vandræðum. Ráðamenn vestanhafs hafa á undanförnum árum kvartað yfir því að Evrópuríki NATO verji ekki nægilega miklum peningum í varnarmál og hafa krafist þess að ríkin standi við skuldbindingar sínar varðandi stofnsamning NATO. Sá samningur felur í sér að ríki NATO eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála og það hafa fá ríki bandalagsins gert á undanförnum árum. Sjá einnig: Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Stoltenberg lagði nýverið til að ríki bandalagsins vörðu meiri peningum í smáa sameiginlega sjóði NATO, í stað þess að verja þeim beint til eigin varnarmála. Sú tillaga hefur þó mætt mótspyrnu og þá sérstaklega í Frakklandi. Þar sem ráðamenn telja að tillaga Stoltenberg kæmi niður á getu einstakra ríkja, samkvæmt heimildarmönnum Reuters fréttaveitunnar í Frakklandi. Frakkar hafa á undanförnum árum leitt viðleitni Evrópusambandsins um að auka hernaðargetu þess. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur á undanförnum árum, talað fyrir því að Evrópa eigi að beita sér meira á heimsvísu. Að ríki heimsálfunnar ættu að taka höndum saman í varnarmálum. Árið 2019 sagði hann NATO heiladautt og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi.
NATO Hernaður Rússland Evrópusambandið Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira