Úrslitakeppnin klár eftir kvöldið: Fimm lið geta enn lent í klóm Hauka Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 14:00 Valur og KA mætast í 8-liða úrslitum ef staða liðanna í Olís-deildinni breytist ekki í kvöld. Ef Valur endar ofar mætast liðin á Akureyri á mánudag eða þriðjudag, og svo í Reykjavík næsta fimmtudag eða föstudag. vísir/Elín Björg Deildarmeistarar Hauka hafa verið krýndir og Þór og ÍR þurfa að leika í næstefstu deild á næstu leiktíð. Hins vegar er ýmislegt óráðið fyrir lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt. Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt.
Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss
Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira