Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Í umfjöllun um málið kemur fram að fimmtíu manna samkomutakmarkanir séu í gildi í Tamil Nadu-héraði, hvaðan flugið er sagt hafa tekið á loft. Með því að fá leiguflug og fylla það af vinum og vandamönnum eru hjónin sögð hafa komist hjá því að þurfa að fylgja settum reglum um samkomutakmarkanir.
Hér að neðan má sjá myndband af háloftabrúðkaupinu.
Rakesh-Dakshina from Madurai, who rented a plane for two hours and got married in the wedding sky. Family members who flew from Madurai to Bangalore after getting married by SpiceJet flight from Bangalore to Madurai. #COVID19India #lockdown @TV9Telugu #weddingrestrictions pic.twitter.com/9nDyn3MM4n
— DONTHU RAMESH (@DonthuRamesh) May 23, 2021
Indversk flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn á málinu.
Yfir þrjú hundruð þúsund manns haf látist af völdum kórónuveirunnar á Indlandi, samkvæmt opinberum tölum. Hins vegar er talið að tölur látinna, sem og tölur yfir smitaða, séu stórlega vanáætlaðar.
Víða í Indlandi hafa spítalar og líkhús ekki haft undan vegna þess gríðarlega fjölda sem látið hefur lífið úr Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins þar í landi.