Brentford í úrslit annað árið í röð eftir magnaðan sigur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 13:31 Marcus Forss skoraði sigurmark einvígisins þegar skammt var eftir af leik dagsins. Getty Images/Alex Pantling Brentford vann samanlagðan 3-2 sigur á Bournemouth undanúrslitum umspils Championship-deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári. Síðari leikur einvígins í dag var stórskemmtilegur þar sem vítaspyrna, rautt spjald og fjögur mörk litu dagsins ljós. Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00. Enski boltinn Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira